fimmtudagur, mars 17, 2005

Jesúvika

Hvaða snillingi datt í hug að hafa Jesúviku sömu viku og Latínuvikan er? Það er heimskulegt. Latínuvikan hefur alveg sokkið í hjólfarið á daglegum ræðum (í míkrafóninn í kösu!!!) um það hvað er gott að eiga líf með Jesú.

Ég lasta annars ekki þá sem kjósa að eiga líf með Jesú, en komm on! JesúVIKA. Eru ekki allar vikur Jesúvikur hjá þeim? Og það er ekki eins og einhver sé að fara að frelsast, bara af því að það er Jesúvika. Latínuvikan á þó að geta ginnt einn eða tvo villuráfandi sauði yfir á málabraut, sem er þarft verk og gott.

3 Comments:

At 5:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ofurkristnu aaaaandskotar!

 
At 7:36 e.h., Blogger Þorsteinn said...

Slík ummæli munu neita þér eilífrar vistar í Síonríki upphæða við hægri hönd Jehóva og herskara himnanna, spilandisk á lúðra! Þú verður að vara þig. :P

 
At 12:32 f.h., Blogger María Rut said...

hvað er jesúvika yfirhöfuð ? =/

 

Skrifa ummæli

<< Home

|