miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Ég er að nátthrafnast...

Eels - I need some sleep - lýsir hugarástandi mínu ansi nákvæmlega akkúrat núna. Fyrir utan allt þetta með ástarsorgina... en stemmingin er engu að síður svipuð

Ég var að velta því fyrir mér... hvernig atvikast það að manneska, fædd og alin upp í stórborg í Póllandi, ákveður að fara til flateyrar! Af öllum stöðum! Hvað þá Tælendingar og Filippseyingar. Þetta er ekki eitt af þessum löndum sem maður ákveður að skella sér bara til. Krummaskuðsbær á krummaskuðslandi. Þetta er mér hulin ráðgáta.

www.pen.is (þetta er ekki hvatning til að kíkja á þessa síðu). Ég var að fatta þetta! Keyrði framhjá þessu um daginn og allt í einu !!!BÚMM!!!! Jaaaaááá! Auðvitað! Ég hafði aldrei fattað afhverju þau kölluðu síðuna pen.

Einhverjar ankannalegar aðstæður urðu til þess að ég rakst á cover útgáfu af Chop Suey með Avril Lavigne inni á WinMX. Datt í hug að þetta gæti verið súrt og sló til. Nóg eftir á downloadunartakmörkuninni. Klukkan var 1 um nótt, hvað get ég sagt. Mér skjátlaðist hrapallega. Þetta er ekki súrt. Þetta var skelfilegt. Hvenær mun stelpugreyið fatta hvað hún er á miklum villigötum. Hún er svosem ekkert endilega hæfileikalaus, plummar sig ágætlega í þessum Blink182 vs Cranberries pakka þótt það sé ekkert endilega minn tebolli. En í guðanna bænum, Avril Lavigne er ekki rokkari!

Hvað gerir maður þegar maður er næstum því karakterslaus og án stefnu í lífinu? Finnur sér sérkenni! Persónuleiki óskast, hugmyndaríkir hafi samband í síma 846-4426.
Vinsamlegast forðist alla tilhneigingu til að senda mér uppörvandi comment um það að ég sé frábær í raun og veru. Ég er ekki að fiska hrós. Ég er bara ein af milljörðum unglinga sem eru að leita að sjálfum sér

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|