miðvikudagur, apríl 06, 2005

my playground love

Ég er sífellt að uppgötva á mér marbletti sem ég vissi ekkert af. Oftar en ekki er ég að klæða mig og á daginn kemur að fótleggirnir mínir eru ekki ósvipaðir laufblöðum að hausti. Kannski er ég ofurhetja á kvöldin. Kannski er ég bara klaufsk og merst auðveldlega.

Ég er að passa Einar. Ég hélt aldrei að ég gæti varið löngum stundum, algerlega andaktug, við að horfa á einhvern rumska.

13 Comments:

At 6:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohh "múslí" ;) Knústu litla frænda frá mér!

 
At 12:39 f.h., Blogger María Rut said...

það er eitthvað yfirnáttúrulegt við hann Einar okkar sem felur í sér endalausar störur og knús. Hann hefur þetta bara í sér og það er eitthvað óútskýranlegt við hann sem lætur mann láta eins og fimm ára krakki sem var að fá nýja dúkku.
knúsaðu nú hann Einar minn duglega frá Maju frænku Klara mín =)

 
At 7:06 e.h., Blogger Klara said...

myndbandið er líka gullfallegt í einfaldleika sínum

abúbú

 
At 5:22 e.h., Blogger María Rut said...

með hverjum er þetta lag ?

annars eru Leadbelly, Bob Dylan, Nick Drake og Graham Coxon snillingar snillingana að mínu mati ! :)

 
At 9:41 f.h., Blogger Klara said...

þetta mun vera með air
Kannast ekki við Leadbelly né Graham Coxon, en Nick og Bob standa nú alloft fyrir sínu:)

 
At 5:48 e.h., Blogger María Rut said...

var hann leiðinlegur ? úff.. ég er andlega skemmt fyrir lífstíð...

 
At 10:45 e.h., Blogger María Rut said...

Þú ert grimm (á íslensku) ! Ég er bara lítil sveitastúlka með fléttur og er sakleysið uppmálað, sálin mín er ekki þess virði !

 
At 5:03 e.h., Blogger Aldís Geirdal said...

Ég held þú sért ofurhetja á kvöldin

 
At 7:35 e.h., Blogger vala said...

Ekki setja þetta á bloggið þitt, fólk gæti farið að spyrja spurninga og jafnvel ásakað mig um að vera valdur að þessu.

 
At 9:36 e.h., Blogger Klara said...

já, ekki vill maður að félagsmálayfirvöld blandi sér í málið

 
At 9:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhh... stundum vildi ég óska þess að ég ættti barn... þau eru svo æði...

en það myndi samt ekki eiga neitt skemmtilegt líf! ég bara alltaf í skólanum og barnið í endalausum pössunum! það væri ekkert svo gaman!

 
At 3:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Klara kengúrúkona.... aka. klara ofurhetja....

 
At 10:05 e.h., Blogger María Rut said...

Kláus Hellisbúi.. ahh frumlegt

 

Skrifa ummæli

<< Home

|