föstudagur, desember 19, 2003

Klara.... ert þetta þú?

Ég gerði tilraun til að breyta bloggsíðunni minni úr klarzi.blogspot.com í klara.blogspot. com en komst þá að því að það var þegar upptekið. Forvitnin greip mig heljartökum og ég ákvað að tékka á þessari nöfnu minni. Komst ég þá að því að viðkomandi er sennilega frá einhverju slavnesku landi, og talar mál sem líkist óumflýjanlega pólsku eða tékknesku. Þetta finnst mér mjög spennandi.

----------------------------------

Skólaslit eftir sléttar 64 mínútur. Hef ekki enn klætt mig eða sýnt neina viðleitni til að ráðast á hárflókann. Þetta fær maður fyrir að sofa í 12 tíma! Mér finnst fríið vera að fara fyrir heldur lítið.
Ég er óheyrilega stressuð fyrir einkunnaafhendinguna. Þar sem ég hef hingað til aldrei verið með meðaleinkunn undir 9 (wtf???) þá grunar mig að mamma verði heldur óhress. Tjah, óhress skal hún þá vera, en ég er í engu stuði fyrir nöldurrimmu um að sýna ábyrgð og horfa til framtíðar. Nokkuð vanþroskað hugarfar, en hey, maður er víst bara ungur einu sinni. Þetta ætla ég að hafa í huga, og skella mér á sleða niður Arnarhólinn þegar veður (og móðir) leyfi. Hef ég til þessa verks fengið mikinn liðsafla svo þetta verður heljarinnar skrall

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|