sunnudagur, ágúst 29, 2004

Dagurinn var fallegur... ég keyrði í rólegu heitunum upp í Hafnarfjörð með kærastanum hennar Ólafar og dóttur hans sem söng Línu Langsokk alla leiðina. Skaust síðann inn baksviðs í bæjarbíói, fékk vínber og lítil bandarísk stelpa í bleikum kjól kenndi mér að húlla. Svo settumst ég og Ólöf systir á tröppurnar í portinu bakatil og hún klippti á mér hárið. Áður en hún náði að klára kom strákur með trompet út og kallaði á okkur. Ólöf skaust upp á svið en ég stóð í dyragættinni og hlustaði á múm og slowblow sándtékka. Skoðaði á meðan afar athyglisverða bók sem ég rakst á - Babar's yoga for elephants and children. Hið besta lesefni. Svo kom Ólöf aftur út, kláraði að klippa á mér hárið og svo fór hún aftur inn að spila. Ég spjallaði aðeins við indælis strák með massíf gleraugu. Hann reyndist vera fyrrverandi herranæturmeðlimur sem væri nú stand-in trommuleikari hjá múm. Svo reyndi ég aftur að ná tökum á húlahringnum. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir lallaði ég mína leið.

Finnst einhverjum öðrum þetta örlítið súrrealískt?

Innilegar þakkir til júlíu og Gunnu fyrir gommu af smákökum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|