þriðjudagur, september 07, 2004

Þykir innilega fyrir þessu, en ég sé núna hvað síðasta færsla var skelfilega léleg. Ég hef það mér til málsvarnar að eftir eina spræka helgi í boltalandi (og réttilega skal benda á að ég vinn þar, ver ekki tíma mínum þar til dundurs) verður hausinn á manni grillaðri en grillkartafla sem ekki var vafinn nægilegum álpappír. Ætti ég að hanna mér álpappírshatt? Segðu.

Kötturinn fer til Ólafar, þrátt fyrir að óttast hana eins og vatn. Mamma grætur af gleði, kattahár ku vera ósmekklegt ef kemur til gestakomu. Ég velkist bara um í tilverunni sem skiptist á að vera grámóskuleg og full af ævintýraljóma. Ég gaf Ragnhildi það hátíðlega loforð að verða ekki ástfangin að minnsta kosti fram að áramótum. Ég er afar sátt við það, stefni bara í að verða vel bleik á busaballinu og dansa við handrið í þeirri skynvillu að það sé "real live boy". Glöggir lesendur munu átta sig á tilvitnuninni.

Mannverur eru of flóknar. Þarf maður í sífellu að hræðast hvað aðrir hugsa? Þau um það, ég nenni ekki að vera þekkt sem "æi þessi vinkona Ragnhildar/Önnu/Emils/Ingibjargar". Ég ætla bara að vera Klara.

Á morgun byrjar Klara að æfa júdó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|