sunnudagur, apríl 17, 2005

kjánaprik

aaafar fróðlegir tónleikar í gær. Mér leið dálítið eins og þara í síldardós. Gerði mig að fífli fyrir framan manneskju sem hafði líklega ekki hátt álit á mér fyrir
sjitt hvað ég er mikill dúfus.
Nú er ég að horfa á gömlu konuna við hliðina skvetta vatni úr skál á svölunum sínum. Einu sinni var hreiður á svölunum hennar. Þá kom ég oft í heimsókn. Ég held hún þekki mig ekki lengur, sennilega þekkti hún mig ekki heldur þá, en hvernig getur maður neitað lítilli bollu með spékoppa um að skoða þrastarunga.
Var ananrs að vinna í dag. Þá talaði ég af mikilli sannfæringu við kerrustrákana um jafnrétti milli stráka og stelpna. Svo gat ég ekki einu sinni ýtt kerrustafla. En þær voru nú helvíti margar.

3 Comments:

At 11:30 e.h., Blogger María Rut said...

Ég var hjá Hjördísi á Mosvöllum í dag. Vildi bara deila því með þér.

 
At 7:36 e.h., Blogger Klara said...

Hver er Hjördís á Mosvöllum? Takk annars fyrir að hafa mig með í stórviðburðum lífs þíns, ljúfan.

 
At 7:37 e.h., Blogger María Rut said...

Hjördís er 80 ára einbúi hér fyrir vestan, mjög fróðleg. Hún býr ein inn í sveit, ég kynni þig bara fyrir henni við næsta tækifæri.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|