fimmtudagur, apríl 14, 2005

Vá maður

ég held barasta að ég hafi aldrei á ævinni höstlað. Ekki einu sinni reynt. Ég veit ekki einu sinni hvernig það er framkvæmt. brrrjááálað!

færslu þessa skal ekki túlka með nokkrum hætti á þann veg að nú leiti ég logandi ljósi að maka og muni ekki sátt við una fyrr en hið fullkomna genamengi er fundið. En fólkið í vinnunni er allt svo brjálaðir höstlerar og með auknum fjölda vakta sem ég hef tekið er ég í auknum mæli farin að fíla mig eins stelpan í bandarísku bíómyndunum sem hafði alltaf bara áhuga á bókum og plötum. Flestir í vinnunni hlusta á Creed og eiga bíla og langtímakærasta/kærustu. Meira að segja liðið á mínum aldri.

9 Comments:

At 11:52 e.h., Blogger María Rut said...

Nú skrökvar þú Klara hvað varstu þá að gera á Flateyri í sumar ??

 
At 11:54 e.h., Blogger María Rut said...

vísbending : nafnið hans þýðir Clover á ensku !

 
At 11:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skundaðu bara á Vestfirði og höstlaðu tvífarann þinn..!;) Rétt hjá Maríu, þú varst nú alveg brjáluð í höstlinu hérna á Flateyri..!:O;)

 
At 11:56 e.h., Blogger María Rut said...

heyrðu já.. Gunnar Jónson.. brjálað

 
At 6:48 e.h., Blogger vala said...

þú ert enn of ung fyrir svona strákastand!!!

 
At 8:48 e.h., Blogger Klara said...

þú þarft engar áhyggjur að hafa, móðir sæl

og ég vil taka það fram að ég tel hlustun á Creed ekki þroskamerki, ef einhver túlkaði það þannig

 
At 11:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá, eins og fólkið sem ég er að vinna með, þau eru öll yfir tvítugu og tala bara um pilluna, leghálskrabbamein og Idolið.

 
At 2:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lygar! Eintómar lygar. Hefur þú aldrei höstlað...djöfulsins rugl. Hefuru verið nálægt sjálfri þér á böllum?

 
At 4:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er ekki sammála Klara mín þú ert algjör hözzler!!!
Fólkið sem ég vann með hlustaði alltaf á kiss-fm og svo fóru þau á Nellys. Einu sinni hitti ég eina stelpu sem vann með mér á Nellys en hvað ég var að gera á Nellys veit ég ekki :s

 

Skrifa ummæli

<< Home

|