Procrastination (frestunarárátta)
Gúgl mynd dagsins:
leitarorð; procrastination
Ég er í algerlega absúrd vítahring. Ég "get ekki" byrjað að læra fyrr en ég hef farið í sund. Ég get ekki (og það er reyndar rétt) farið í sund fyrr en ég er búin að klæða mig. Og þegar ég fer inn í herbergi til að klæða mig rek ég augun í námsbækurnar, fæ samviskubit og fer í tölvuna til að ná í Egils sögu glósur. En fyrst ætla ég bara að tékka á eeeeeiinni enn bloggsíðu. Nauh, hún er með link á bloggsíðu hjá manneskju sem ég vissi ekki að bloggaði. Brjálað!...
...and the saga continues.
Neibb, nú er ég hætt! Andskotakornið, ef ég klára ekki Egils sögu í dag má ég hundur heita og sá fyrsti sem böstar mig við að svíkjast undan á inni hjá mér ís. Eða nammi. Eða bara eitthvað. Ég ætla hvort eð er ekkert að svíkjast undan!
P.S.
Jessss
6 Comments:
Vá, hvað þetta er sæt mynd af múmínsnáðanum! Sætisætisæti
Já, veistu, ég datt inná síðuna þína nákvæmlega núna af þessari sömu ástæðu. Og já - hæ!
múmínsnáðinn rokkar
En hvernig setur maður svona myndir á bloggið?
< img src="settu inn URL myndar hér" >
URL myndar getur þú fundið með því að hægrismella á hana og ýta á "properties"
slepptu bilunum við < og > (blogger neitaði bara að hafa þetta nema ég setti bil
Takk!
Skrifa ummæli
<< Home