mánudagur, júní 06, 2005

Amsterdam

Ég er farin að hafa áhyggjur af því hvað ég er alltaf tóm inni í mér. Með hverjum deginum er ég hressari og hressari á yfirborðinu, allt gengur stórfenglega, allt er frábært, meira að segja uppvaskið á Subway er það skemmtilegasta sem ég hef gert lengi. Og ég meina það þegar ég segi það. Ég ráfa bara um með hressleikabrosið frosið á andlitinu en inni í mér finnst mér eins og ég sé að kafna, mest þegar ég er glöð. Alltaf þegar eitthvað jákvætt gerist er alltaf einhver lítill kvíðapúki í hnakkanum á mér sem veit að spennufallið á eftir að koma. Ég kem heim og BÚMM! Hvaða leifar sem voru eftir af sigrum dagsins rjúka út um eyrað á mér og heilinn í mér byrjar að spila öll litlu mistökin aftur og aftur.
Af þessari ástæðu næ ég aldrei að treysta því fullkomlega að fólki líki vel við mig, af því að heilinn leyfir mér ekki að muna önnur móment en þau þegar ég hef verið alger hálfviti. Þannig verður hálfvitaskapurinn og fíflalætin fyrir mér eitt af mínum stærstu persónueinkennum og ég spila á hann og verð meiri hálfviti og fífl. Ég hata það að mér finnist alltaf eins og fólk sé að hlæja að mér þegar það hlær með mér.

So there you go...

16 Comments:

At 12:58 f.h., Blogger Þorsteinn said...

Ah, en þetta virkar bara inn á við og ekki út á við. Í raun eru allir betri vinir manns en maður sjálfur er vinur sinn... :P

 
At 2:21 f.h., Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

Varist alhæfingar, Þorsteinn.

 
At 1:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

en ég meina, þú hefur rosalega oft verið e-ð að hughreysta mig með einhverjum svakalega solid ráðum, þannig að notaðu þau á sjálfa þig, systir. Bæbæbæ

 
At 7:40 e.h., Blogger Ragny said...

Æj, Klara það segja allir eitthvað asnalegt á hverjum degi. Láttu ekki svona..það þurfa heldur ekki ALLIR að elska þig (það elska þig allir samt...) Þú ert svo frábó!

 
At 9:36 e.h., Blogger Ragny said...

P.S. mér líður svona líka. Málið er bara að þú tekur mikið meira eftir því þegar þú gerir eitthvað asnalegt en aðrir ;):*

 
At 10:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta er alltaf svona hjá mér..
þú ættir að sjá mig þegar ég fer heim eftir skóla og er ein í hafnarfirði

 
At 11:11 e.h., Blogger María Rut said...

Klara, þú ert alltaf æðisleg, en ennþá æðislegri þegar þú gerir eitthvað bjánalegt, enda manstu þú ert frábær eins og þú ert og ef þú værir öðruvísi þá væriru ekki jafn æðisleg manneskja.

P.s kem suður á miðvikudaginn, endilega hafðu samband ;)

 
At 12:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æji Snúlli! Um helgina kem ég og sæki þig á kagganum og kaupi handa þér ís. KOminn tími til að við spjöllum!

 
At 8:11 e.h., Blogger Myshkin said...

Gamla ruglið, subway untergang

 
At 9:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Awww, hon, en þú ert afar frábær og mér þykir gífurlega vænt um þig þó að við hittumst kannski ekki alveg ofboðslega oft. Ég er líka svona sjálf, raula always look on the bright side of life stanslaust í vinnunni, hlæ þegar ég missi bakka í vinnunni, uppvaskið er gífurlega fyndið osvfr. Er farin að forðast heimili mitt dagsdaglega, og þar geri ég varla nokkuð nema sofa....

 
At 10:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Áfram Klara! Áfram Klara! Tölvur og e-ð....lfsjtaljrtpjapæmægmpeifps

 
At 2:32 e.h., Blogger María Rut said...

Hey, veistu að mig langar að deila því með þér he´r og nú að ég er í REYKJAVÍK! ;)

 
At 5:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekki hafa þessar áhyggjur. Fólk sem passar hvað það lætur út úr sér eða gerir svo leiðinlegasta.


Þóra í 4-A

 
At 1:48 e.h., Blogger Hilda said...

mig langar til að segja eitthvað, en veit ekki hvað. hmm. nema kannski bara, að ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. því mér líður eiginlega alltaf svona. eða gerði það. félagsleg vangefni. m. og alltaf þegar ég reyni að laga hlutina þá geri ég allt verra. vítahringur svona.
en fyrst ég er að kommenta hjá einhverjum sem ég þekki ekki (nema af afspurn, sigurbjörg sæunn ber þér vel söguna) þá get ég allt eins sagt meira.
þetta er innri barátta, hjá mér í það minnsta. það er auðveldara að trúa efasemdunum og áhyggjurnar magnast e-n veginn upp, ná að yfirvinna það góða. ég ákvað bara að láta þær ekki sigra. því þær voru að vinna gegn þeirri vináttu sem er mér kærust. væmin? ég? nah. m. ekki hlusta á mig. ég er kjáni..
ps. ég fíla myndirnar þínar.

 
At 3:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svona þessu ótengt..
Það vinnur stelpa á póstinum sem er skemmtilega lík þér í útliti en hún er soldið goth og gengur í asnalegum fötum og hlustar á leiðinlega tónlist of hátt. Þannig að þið eruð ekkert eins.
Neinei.

 
At 10:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Verð að spyrja - er færslutitillinn vísun í ákveðiið uppáhaldslag mitt á A Rush Of Blood To The Head?

 

Skrifa ummæli

<< Home

|