fimmtudagur, maí 05, 2005

Baby spice

Mig dreymdi í nótt að ég væri að krydda Einar með indversku garam-masala kryddi. Ég ætlaði ekkert að borða hann eða neitt svoleiðis, vildi bara krydda hann dálítið

Ætli þetta hafi eitthvað að gera með.....

...Emmu Bunton?



Í öðrum fréttum fór mamma til Kaupmannahafnar í dag og tók metnað minn til lærdóms með sér. Ég get ekki lært þegar ég er ein heima. Það er eiginlega hálf aumkunarvert.

Dagný systir á afmæli í dag. Ég ætla að baka handa henni köku. Ekkert segir afmæli eins og kaka.

11 Comments:

At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já ég held að mín uppáhald hafi verið mel b...
vegna þess að hún var með fjölni.. ég þekki þann merkismann.. ó boj ó boj..
ég held að ég hafi meira að segja verið skotin í honum í árdaga!

 
At 3:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú kynnist aldeilis mörgum í hestunum Rósa mín...mín uppáhalds var samt Emma hún var svo bleik eins og ég þá

 
At 8:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mig dreymdi í nótt að ég ætti barn! Það var spes. Metnaður minn til lærdóms fór norður og niður um jólin og hefur ekki sýnt sitt ljóta höfuð síðan...
Gemmér köku!

 
At 11:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er líka ein heima...verum vinkonur!

 
At 2:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haltu sveitt partí með áfengi!Af því þú ert ein heima! (nei, grín)

 
At 3:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha... "Mig dreymdi í nótt að ég væri að krydda Einar með indversku garam-masala kryddi"... Jahérna!

Mér fannst Mel B alltaf svo kúl. Ég þoldi samt ekki Mel C. Drasl.

 
At 7:49 e.h., Blogger Klara said...

omg klám

 
At 11:08 e.h., Blogger María Rut said...

Ég var að spá, spái mjög mikið. En ég var ekki viss um það hvort ég hefði skilið eftir fótspor hér eður ei. Þannig að ég ákvað að traðka aðeins á síðunni til þess að skilja eftir nokkur spor.

Úti er kallt, vorið er samt að nálgast, ég finn það á mér, fuglarnir syngja hástöfun, það þykir mér með eindæmum unaðslegt. Hjördís á Mosvöllu bað kærlega að heilsa, hún sagði að peysan þín væri mikilfengleg. Hún Hjördís er alveg kostuleg, þú getur ekki ímyndað þér þau uppátæki sem hún hefur álpast til að gera. Eitt sinn sat hún inn í stofunni heima hjá sér, tók þar upp doðrant mikinn og kvaðst hafa lesið þennan doðrant í heil fimm skipti, ég er ekki frá því að doðranturinn hafi verið hátt í 800 blaðsíður og þótti mér hún mjög líkleg til lyga blessunin. En svo kom fyrir ekki og hún gat sagt mér allan söguþráðin frá a-ö, og ég var auðvitað búin að lesa doðrantinn þannig að ég var handviss að lygari var hún ei, hvort sem hún hafði lesið bókina einu sinni eða fimm sinnum fylgir ekki frásögninni. En já þetta kætti mig til muna og ég hló dátt og ákvað að deila þessu skondna atviki með þér, svo í sumar, ef þú verður heppin getur þú eflaust fengið að kíkja í heimsókn til hennar Hjördísar, ójá Hjördís a´Mosvöllum.

 
At 4:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey já, takk sömó fyrir el linkó.

 
At 9:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég var alltaf Emma á bekkjarkvöldum, samt kunni ég aldrei að dansa...

Aldís

ég skil ekki þetta Choose an identity, enda er ég á náttúrufræðibraut.

 
At 9:59 e.h., Blogger J said...

Það þarf líka að krydda Einar, shit. Feitt dull náungi.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|