sunnudagur, maí 22, 2005

piff, karlmenn

ég sit á Iðu, alein með Bóasi. Ég sagði afgreiðslumanninum brúneyga að ég væri að bíða eftir vini mínum og ætlaði því ekki að kaupa neitt strax. Nú, 45 mínútum síðar, lít ég því nokkuð kjánalega út. Ef ég væri Carrie Bradshaw væri þetta sennilega vandræðalegasta atvik lífs míns og ég sæti rjóð í kinnum og kroppaði feimnislega í manolo blahnik skóna mína og reyndi svo að tæla brúneyga afgreiðslumanninn. En ég er ekki Carrie Bradshaw og sit því pollróleg, hangi á msn og bíð eftir að Emil, sem hringdi í mig fyrir 20 mínútum og sagði að það væru minnst 20 mínútur í hann. Í dag ætla ég að vera umburðarlyndið holdi klætt. Enda finnst mér dálítið fyndið að ástæðan fyrir hinni miklu seinkun er að eitthvað kjöt er farið í algera steik heima hjá honum. Svona fer þá fyrir kjötætum! Ekki það að ég hafi ekki klúðrað tófú svona þrjú þúsund sinnum þar til mamma sagði "hingað og ekki lengra" og hætti að kaupa það. En það er bara svo geðveikt þægilegt að vera fordómafullur og tengja alls ótengda atburði í eina allsherjar samsæriskenningu.

Vá hvað það er spiluð ógeðslega leiðinleg tónlist á Iðu

Ég gúglaði afsakið hlé, en fékk ekki afsakið hlé. Það sem ég fékk var hinsvegar mjög athyglsivert

4 Comments:

At 5:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er eitthvað fríkí við hárið á pabbanum! Annars ert þú aldeilis ágæt Klara góð.

 
At 6:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei, manstu Bóas vill eiga þig einn, svo hann drap Emil. Flúgskjalj

 
At 10:08 f.h., Blogger Drekafluga said...

Man þetta innbygða blogger commentakerfi fer í mig. En annars vildi ég segja að ég hef enn ekki smakkað gott tófú. Kannski er ástæðan sú að ég held ég hafi ekki smakkað það nema tvisvar - þrisvar en sama er. Uss uss...

 
At 12:42 f.h., Blogger Klara said...

Tófúið á Nings er geeeeeeðveikt. Heimalagað nings bragðast hinsvegar í besta falli eins og hlaupkenndur, bragðlaus, linur ostur.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|