go wit da flow, ho
Dagurinn í dag einkenndist af því að mér fannst ég eiginlega ekkert hafa stjórn á eigin lífi. Ég hallaði mér bara aftur í áhorfendastúkunni og lét mig fljóta. Það var ekki sérlega þægilegt, né heldur skemmtilegt en þannig var þetta bara í dag. Ég vaknaði bara þegar ég var búin að sofa, mókti langt fram eftir degi, álpaðist svo út á íþöku. Þar sat ég svo heillengi, en afköstin voru gífurlega lítil miðað við tímann sem ég varði þarna. Þura sagði mér að ég væri svolítið eins og þegar maður tæki upp símann. Bara sónn.
Svo ákvað ég að ég hefði ekkert að gera á íþöku, en ég nennti ekki heim og vissi eiginlega ekkert hvert ég átti að fara. Varð bara nokkuð fegin þegar ég fattaði að ég var hvorki með síma né veski og þá var ákvörðunin tekin fyrir mig, ég hjólaði heim á leið. Þegar heim var komið áttaði ég mig á því að ég var heldur ekki með lykil, fór til ömmu til að sækja lykilinn og endaði á því að borða upphitaðan lax og ís með sultu og horfa á myndina um Fridu Kahlo með þeirri gömlu. Og nú er ég hér og mér líður af einhverjum ástæðum eins og ég sé platan The Virgin Suicides með Air.
að lokum gúglaði ég go with the flow og nældi mér í þessa fallegu mynd úr O brother, where art thou? Nú ætla ég að fara að sofa. Vonandi verð ég aðeins meira lifandi á morgun.
Fokk ég var að muna að ég gleymdi að skila spólu! Djöfulsins
7 Comments:
Fyndið, ég sem bél á Íþöku náði að klára hinn helminginn af Eglu upp í sófa. Um að gera að gera þetta bara heima, segi ég.
Aa, þetta atriði úr myndinni er svo geðveikt!
Yndislegt alveg hreint.
Fuck the system! Manstu. Bæbæ flehh hopp og jibbí!
Þegar ég las að þú hafir verið að hjóla sá ég þig bara fyrir mér á frú Bíbí með blóm í körfunni hjólandi heim úr vinnunni.
já..
ohh þú ert alltaf svo hress og sæt og skemmtileg!
ég dýrka þig!
Klara, vartsu í alvörunni full að kommenta á bloggið hjá mér? Omg, skandall!
Ég sakna þín rófa :*
haha, nei það var ég ekki
þetta æxlaðist bara svona
Skrifa ummæli
<< Home