mánudagur, september 24, 2007

Misskilningur

Í dag lenti ég í mínum fyrsta tungumálamisskilning. Samtalið sem ég hélt að væri að eiga sér stað var svona:

Klara (við nýja strákinn í bekknum): Áttu nokkuð auka penna? Ég gleymdi öllum mínum heima hjá vini mínum um helgina
Nýji Strákur: Ha?
K: Mig vantar penna
NS: Uuuu...
K: Tússlit? eitthvað
NS: Uh nei... því miður
Svampi: Hvað segirðu Klara
K: Mig vantar penna... átt þú nokkuð penna?
S: Auðvitað á ég penna, hvað meinarðu?
K: Má ég fá hann lánaðan?
S: HA?
K: Ég gleymdi öllum pennunum mínum heima hjá Jason um daginn, og mig vantar að nota einn núna
S: UM HVAÐ ERTU AÐ TALA?
K: Penna... svona til að skrifa með
S og NS: Jaaaaaá, HAHAHAHAHAHAHA

Samtalið sem var í rauninni að eiga sér stað var svona:

Klara (við nýja strákinn í bekknum): Áttu nokkuð auka typpi? Ég gleymdi öllum mínum heima hjá vini mínum um helgina
Nýji Strákur: Ha?
K: Mig vantar typpi
NS: Uuuu...
K: Tússlit? eitthvað
NS: Uh nei... því miður
Svampi: Hvað segirðu Klara
K: Mig vantar typpi... Ert þú nokkuð með typpi?
S: Auðvitað er ég með typpi, hvað meinarðu?
K: Má ég fá það lánað?
S: HA?
K: Ég gleymdi öllum typpunum mínum heima hjá Jason um daginn, og mig vantar að nota eitt núna
S: UM HVAÐ ERTU AÐ TALA?
K: Typpi... svona til að skrifa með
S og NS: Jaaaaaá, HAHAHAHAHAHAHA


Dem!

9 Comments:

At 10:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahahhahaha :D Klara mín þú ert frábær! Ég gjörsamlega grét úr hlátri.

Minnir mig á síðasta sumar þegar ég öskraði á dönsku fyrir framan hóp af 10-18 ára dönskum krökkum að ég vildi fá brund! (ég átti reyndar við sósu á brauðstangirnar mínar en "sovs" er víst líka notað yfir brund)

 
At 11:59 e.h., Blogger Anna Margrét said...

Hahahahahahahah. Ég hló svo mikið ég hélt ég myndi deyja :D

Þú ert æðisleg.

 
At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

frábært! þegar ég bjó á spáni pantaði ég líka einu sinni djúpsteikt typpi á veitingastað...jájá..þetta typpi er oft til trafala..

 
At 10:44 e.h., Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Hahahaha! En stórkostlegt! Hvernig segir madur annars typpi á spaensku?

 
At 11:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

verður maður ekki bara að margfalda þetta með einum?:)

 
At 1:26 f.h., Blogger birta said...

þú ert frábær, mér er illt í maganum af hlátri...

 
At 10:09 e.h., Blogger Hulda Garðabúi said...

Hehehehehe... Ein kona bað mig einu sinni um rautt typpi með blómamynstri í vinnunni... Auðvitað meinti hún teppi..

 
At 8:39 f.h., Blogger Sandra said...

aaahahahaha ég elska og hata þessi orð!!!!

ég spurði yfirvegað hvort að bekkjarfélagi minn væri með typpi einu sinni, fyrir framan aðra karlkyns bekkjarfélaga mína, það var mega súrt.

 
At 9:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá hvað ég hló!

 

Skrifa ummæli

<< Home

|