laugardagur, september 08, 2007

Hnotskurnin

Ég hef gerst fastakúnni á einu kaffihúsi rétt hjá þar sem ég bý, í hverfinu Realejo í Granada. Á rúmri viku hef ég meira að segja náð að ganga svo langt í fastakúnnsku minni að ég á mér mitt fastasæti við mitt fastaborð og ég og minn fastaþjónn fórum og fengum okkur drykk um daginn þegar hann var í fríi... Svo hef ég lagt það í vana minn að teikna hvern þann sem sest í eitt sæti við borð rétt hjá mínu. Spánverjarnir taka flestir bara vel í það, hlæja og spyrja hvaðan ég er. En ein stelpa gekk upp að mér og sagði hneyksluð "nó þeink jú" á ljótri ensku, á sama hátt og hún sagði "nó þeink jú" við betlarann sem vildi selja henni kveikjara. Þarf ekki að véfengja það frekar að þar var Þjóðverji á ferðinni.

4 Comments:

At 12:23 f.h., Blogger Sandra said...

vahúú!!

þú ættir að fá þér aukavinnu á þessu kaffihúsi, þá myndiru ekki þurfa að borga neitt. þá hefðiru samt kannski ekki tíma heldur til að teikna. þannig þetta er best svona.

rugl

 
At 12:23 f.h., Blogger Sandra said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

 
At 12:24 f.h., Blogger Sandra said...

ég eyddi kommentinu fyrir ofan því það kom tvisvar, bara svo þú haldir ekki að einhver sé að flippa og gera þig forvitna, ertu ekki þakklát? híhíhí

 
At 11:25 e.h., Blogger Þorsteinn said...

Inn í hverjum þjóðverja er lítill, ljótur Göbbels að reyna að komast út. (sem talar enga ensku.)

 

Skrifa ummæli

<< Home

|