Litlabarnið
Mér blöskraði í dag. Dagný (systir mín) er komin til landsins til að verja jólunum með familíunni. Það er sosum allt gott og blessað. Það sem verra er er hinsvegar að hún virðist hafa fengið það sjálfskipaða hlutverk að vera móðir mín. Þetta gerir alveg heilar ÞRJÁR mömmur, Mamma mamma, Ólöf (systir mín, 23 ára) mamma, og Dagný (27 ára) mamma. Svona er það að vera litla barnið í fjölskyldunni. Kringumstæðurnar sem urðu til þess að mér blöskraði voru hinsvegar þessar: Dagný kemur í heimsókn. Dagný fer inn á salernisaðstöðuna. Inni á salernisaðstöðunni er að finna óhrein föt liggjandi í hrúgu eftir sturtuferð Ólafar fyrr þennan dag. Ólöf er ekki heima. Þar sem Ólöf er ekki heima er þetta víst mér að kenna. Fyrst ég var nú heima, þá hefði ég alveg getað tekið þetta upp. Ég bendi Dagnýju réttilega á að þar sem ég hefði ekki lagt leið mína inn á salernaðstöðuna síðan umrædd sturtuferð átti sér stað, hefði ég einfaldlega ekki séð fatahrúguna, og því ekki hvarflað að mér að fjarlægja hana. Þá tekur hún til bragðs að skamma mig fyrir klósettpappírsleysi á salernisaðstöðunni. Ég bendi Dagnýju, einnig réttilega, á að ef ég hefði lagt leið mína á salernisaðstöðuna þá hefði ég sennilega tekið eftir klósettpappírsskortinum, an þar sem því væri ekki að skipta, þá væri þetta heldur engan veginn mér að kenna. Þetta gerir Dagnýju mjög reiða, nú hefur hún engan blóraböggul, því ég er jú eina manneskjann á heimilinu sme er ekki orðin lögráða, og er því réttdræp hvað nöldur og skammir varðar, mikil ósköp, þau hafa reyndar lögbundinn rétt til að skamma mig. Dagný strunsar út af salernisaðstöðunni, en ekki fyrr en hún hefur staðið yfir mér meðan ég sæki meiri klósettpappír og tek fötin upp.
Hálftíma seinna rekur Dagný upp skaðræðisöskur, það eru tveir kaffibollar á eldhúsborðinu sem þarf að ganga frá! Þetta er að sjálfsögðu líka mér að kenna, og er ég sett í verkið hið snarasta. En Dagný mín, elsku Dagný mín.
Ég drekk ekki kaffi!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home