mánudagur, apríl 25, 2005

Bóas

Ég var að fá mér makka. Sennilega stærsta fjárhæð sem ég hef greitt út í einu lagi alla mína ævi en hvað um það. Ég er nú þegar byrjuð að bomba inn öllum diskunum mínum á hann og smellt einum MissRiel límmiða á hann, sem ég reif svo strax af aftur. Ekkert er nógu gott fyrir hann Bóas minn. Hann heitir sumsé Bóas og ég elska hann.

gúglari dagsins:



Dúkkar upp þegar maður gúglar Bóas

13 Comments:

At 9:21 e.h., Blogger Myshkin said...

Húrra, epli og Sara.

 
At 10:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey, til hamingju!
Makkar eru bes-tir.
Mig langar í svona gleraugu.
Í alvöru.

 
At 11:02 e.h., Blogger Klara said...

epli og Sara?
nú er ég alveg eins og áttavillt hæna

 
At 12:51 e.h., Blogger María Rut said...

Hei ég þekki Bóas (googlarann) hann er bróðir afa míns. tilviljun.. ég held ekki !

 
At 1:43 e.h., Blogger Myshkin said...

Nú, epli einungis yfirvippun orðsins Apple á íslensku.

Síðan settirðu límmiða eftir MissRiel, eða Söru Riel á hana.

Gott kombó.

 
At 3:42 e.h., Blogger Ragny said...

Svona er þetta þá...

 
At 4:43 e.h., Blogger Klara said...

hahaha, góður orðaleikur Sigurður... ég bara kveikti ekki áessu.

Maja: Var afi þinn bróðir hins mikla, Bandaríska stærðfræðings Ralph P Boas? Það er SVAKALEG tilviljun....

Líklega er bara svona mikill svipur með þeim ;) Sem þó er nokkuð magnað

 
At 6:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eins og ég sagði áðan, tökum upp lagið/lögin og förum á kaffó. JÁ!

 
At 1:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Klara, farðu á google, bara svona fyrir mig, og sláðu in viking women. Það kemur einhver geðveikt súr bandarísk kona sem er víst í körfubolta eða eitthvað og á EKKERT skylt með þessu :D:D Mjög súrt :D

 
At 9:27 f.h., Blogger Klara said...

hvernig í ÓSKÖPUNUM kom það til að þú gúglaðir viking women???

pervert

 
At 5:46 e.h., Blogger María Rut said...

Já Klara ættir mínar hafa farið víða. Langafi fór einnig víða.

 
At 8:32 e.h., Blogger Sigrún Hlín said...

Haha, ég hélt að þú hefðir fengið þér makka, semsagt farið í klippingu og látið klippa þig eins og ljón. Skildi ekki afhverju þú varst að láta límmiða í hárið á þér. Klók ég.

 
At 7:31 e.h., Blogger Sigrún Hlín said...

Jú ég er bara að grínast. NEI ÉG ER EKKERT AÐ GRÍNAST, HVAÐ HELDURÐU? Heldurðu að ég vaði bara um annarra manna kommentakerfi og grínist? Ha? Heldurðu það?

 

Skrifa ummæli

<< Home

|