Áður en ég dey ætla ég að...
...finna textalegt samhengi fyrir orðasambandið "gubba mjúklega á öxlina (á e-m)"
...Gefa mér tíma til þess að horfa með ömmu á danskan framhaldsþátt
...fara í fallhlífarstökk
...láta taka úr mér hálskirtlana. Pælið í því! Einhver partur af mér sem fer ekki í líkkistu heldur í ruslið á fossvogsspítala. Ætli hálskirtlum sé annars ekki fargað? Hvað gera þeir eiginlega við þá? Og legkökur? oj
...geta haldið uppi einhverju formi af samræðum á grísku
...læra hrafl í japönsku
...hlaupa tjarnarhringinn án þess að deyja úr astmakasti
...fótbrotna
...sofa undir berum himni (um nótt)
...sætta mig við það að ég muni aldrei fara í handahlaup
...læra að baka fullkomnar pönnukökur
...drekka einhvern undir borðið (ætli það verði ekki að vera busi, annars á ég ekki séns)
Alltaf gaman að fá góða punktafærslu til að lífga upp á andvökunæturnar. Slatti af þessu eru orðin tóm (Danskur framhaldsþáttur með ömmu=fyrr myndi ég naga af mér fótinn (þetta voru reyndar líka orðin tóm, auðvitað myndi ég ekkert gera það!)) en einhverju af þessu verður hrint í framkvæmd hið snarasta. Það er alltaf gott að hafa vaðið fyrir neðan sig.
En ég er sumsé andvaka. Ég sem hef alltaf verið óþolandi morgunhressa gellan sem tók daginn snemma (snaginn demma - fífl) af því að hún gat það, ekki bara þegar hún þurfti. Nú, sama hvað ég reyni, kemur mér ekki dúr á auga fyrir klukkan 2, en líkaminn vill hinsvegar allra helst taka sér góóóóða pásu svona um fimmleytið síðdegis.
5 Comments:
Hey, ég er líka andvaka
"Áður en ég vissi af og gat stöðvað sjálfa mig áttaði ég mig á því að ég var farin að gubba mjúklega á öxlina á honum"
...bara svona tillaga :p
Æji þú ert frábær Klara :)
Þú getur alltaf drukkið mig undir borðið. Ég býð fram þjónustu mína sem hæna.
arigado=takk á japönsku. Ég er ekki viss með stafsetninguna,en það er a.m.k. borið svona fram.
Vegna skorts a betri samskiptataekjum sokum ungs aldurs tjadi ungbarnid ast sina a modur sinni a tann eina hatt sem thad kunni, gubbadi mjuklega a oxl hennar.
Afsakid sms stafsetninguna.
Skrifa ummæli
<< Home