sunnudagur, júlí 31, 2005

Fram á morgun...

Klukkan er 20 mínútur í 5 að sunnudagsmorgni, og ekki aðeins er ég á fótum (duh), heldur var ég að koma heim af innipúkanum. Þetta telst til tíðinda þar sem ég held ég hafi aldrei verið jafn sein heim, nokkurntíma. Ég setti einnig persónulegt met í dansi, og úff hvað fæturnir mínir eiga eftir að finna fyrir því á morgun!
Ampop voru stórfínir,
Cat Power var heillandi en ég verð að viðurkenna að mér var farið að leiðast dálítið undir lokin hjá henni,
Reykjavík voru frábærir, og ekki spillti fyrir að sjá sæta afgreiðslumanninn í eymundsson berja húðirnar.
Þórir var eins frábær og hann á að sér að vera (og já, ég þarf að muna að baka fyrir hann köku...),
Jonathan Richman var YNDISLEGUR,
Mugison var vægast sagt magnaður, þetta var í fyrsta skipti sem ég sá hann live og ég verð aldrei söm!
Ég heyrði ekki sérlega vel í Apparat þar sem ég var of upphypuð við að dansa við tónlistina (meikar þetta sens?) en þeim tókst að rífa mig úr sætinu svo um munaði
Brim voru skrýtnir og stórskemmtilegir.
og Stórsveit Nix Noltes var bara gamla góða Nix Noltes. Ég var trítilóð

Ég er bara að blogga til að fresta því að fara í sturtu. Ég á pottþétt eftir að sofna í sturtunni. Svo er það bara annar eins dýrðardagur eftir... hálfan sólarhring
Ætli ég verði ekki að tussast í sturtu. Ohh

3 Comments:

At 2:15 e.h., Blogger Klara said...

já, ég verð að viðurkenna að ég fílaði það best þegar hann tók eigin lög... en þetta var samt bara geðveikt!

 
At 3:41 e.h., Blogger María Rut said...

Merkilegt, sæti trommuleikarinn í Reykjavík er frá Ísafirði. En ég var að spá í að byrja að labba áleiðis til Reykjavíkur í gær til þess að komast á innipúkana, hætti svo við. Kem bara næst !

 
At 8:28 e.h., Blogger Einar Steinn said...

Þakka þér fyrir síðast! Lifi Innipúkinn!

Bloogaði áðan um mína upplifun af tónleikunum. Mér fannst Jonathan god nok án þess að hann gripi mieg neitt sérstaklega. Mugison var aftur á móti geðveikur. Apparat voru líka mjög góðir, sem og Stórsveit Nix Nolte.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|