Úllala
Eftir mikið suð gaf mamma sig loksins, og opnaði dyrnar fyrir tæknimanni sem vildi ólmur setja upp ókeypis þráðlaust net fyrir okkur. Hljómar ekki eins og svo stórt stökk fyrir okkur meðaljónana en móðir mín er nú algerlega útfríkuð og hún myndi eflaust setja þjónustuver símans á speed dial ef hún kynni það. Það kann hún ekki.
Vegna þessa tækniótta lá netið svo niðri í heilan dag í gær. Ég tók loks af skarið eftir að mamma hafði býsnast mikil ósköp yfir þessari fjandans tölvu, var sett á bið og hlustaði á Ruby Tuesday og fleiri góða slagara í sléttar 22 mínútur takk. Þá kom einkar elskulegur þjónustufulltrúi í símann, benti mér á on/off takkan, sagði mér að slökkva, bíða smá og kveikja aftur. Og viti menn! Kemst ekki líf í þessa elsku! 22 mínútur....
Tilgangurinn með þessari löngu og punchline-lausu (ég kýs að halda að það sé krúttlegt) sögu er enginn. Ég er bara að tékka á Bóasi sem aldrei fyrr, og ég elska hann sem aldrei fyrr. Kallið mig veraldlega, en hann er bæði fallegur, einfaldur, hjálpar mér að henda reiður á tilveru minni, kemur mér á óvart (netið er á víetnömsku, svo oftar en ekki klikka ég bara á eitthvað og sé hvað gerist) flytur mér ljúfa tóna og segir mér sögur af umheiminum. Hver þarf kærasta?
Foxxxeh!
18 Comments:
Hæ Klara:D Finnst of langt síðan ég talaði við þig þannig að ekki láta þér bregða ef ég fari bráðum að hringja í þig..! Ég, Sandra M. Traustadóttir, er á leið til Reykjarvíkur! Þar ætla ég mér að hitta þig fyrst mér tókst það ekki seinast! :P Kem á föstudaginn svo þú verður viðbúin að fá símhringingu frá mér um helgina. Sé þig vonandi þá.
Þarna þekki ég þig... sykurpúði !
Haha. Litlu krúttlegu sögurnar þínar hérna á blogginu þínu hleypa lífi í daginn. Þú ert frábær!
Klárlega! Þú ert komin inn hjá mér!
*Klappklappklapp*
Lovjú
Vá allt í einu finnst mér líf mitt voðalega tilgangslaust. Ég á nefnilega hvorki kærasta né laptop. Svekkjandi!
ojj, viltu ekki bara skjóta mig líka?!?!
Ég á hvorki þráðlaust net né kærasta.
BÆÐI!
Hæ Klara!!
Er í útløndum en strax og ég kem heim skulum vid hittast og skippuleggja (the one and only) Búningadaginn! geim?
Sigrún
geim
og hahahaha gott á þig jóhannes!
Ehm.... Thu ert ad vinna hja ikea er thaggi??? Fekk nefnilega mjog skrytna simhringingu fra 5202500... sem er IKEA! En thad heyrdist i stelpu sem hljomadi eins og hun vissi ekki alveg hvad hun var ad gera og strak sem bannadi henni eitthvad... getur thad verid ad thad hafi verid thu???
æ lov jú beibí
ég hef ekkert að segja nema ég á ammæli og þú ert ekki búin að senda mér sms
heldur ekki bjöggi
þessvegna er ég bara anonymous
ég ætla ALDREI að segja þér hvað ég heiti
Höh, Júlía, þú sem bauðst mér ekki einu sinni í afmælispartýið þitt!
Og þú hringdir ekki á mínu afmæli
og ég ætlaði að senda þér sms en svo hitti ég systur oddnýjar og hún sagði að oddný væri í afmælinu þínu... sem mér var ekki boðið í, og þá ákvað ég að hefna mín með því að senda þér ekkert sms
svo þú tapar, þarna gamli bitri
vóvó..
hvað ertu að kenna mér um þessi skilaboð?
ég er mjög sár.
....en svona að öðru slepptu þá hringdi bjöggi reyndar í mig og það var ekki haldið neitt afmælisboð. oddný mætti bara af sjálfsdáðun því það vildi svo skemmtilega til að við vorum báðar á leið á tebó. þú varst víðsfjarri þeirri skemmtun og þykir mér það miður.
Aah yes. Foxxxeh er satt. *strýkur kjölturakkanum sínum blíðlega um vangann*
Skrifa ummæli
<< Home