mánudagur, ágúst 01, 2005

...sólarhring síðar

Ég er of þreytt til að nefna allar hljómsveitirnar, flestar voru góðar þótt metalsveitirnar sem spiluðu um kvöldmatarleytið hafi verið dálítið erfiðar fyrir hljóðhimnurnar. Blonde Redhead áttu hug minn og hjarta í kvöld!

Núna, eins og argasta grúppía á ég tónleikaarmband, áritað af Amedeo í Blonde Redhead, símanúmer í vasanum sem ég veit ekkert hver á og hef því ekki hugsað mér að nýta, föt og hár ilmandi af reyk og svita, og tvö, þreytt, suðandi eyru.

Ætli maður geti ekki farið að sofa með góðri samvisku...

4 Comments:

At 1:22 e.h., Blogger Drekafluga said...

Jú, ég held það bara. Vonandi svafstu vel. Ég bongótrommaði svefni þínum til heiðurs. Hurrah.

 
At 8:29 e.h., Blogger Einar Steinn said...

Trabant rokkar feitt!!

 
At 8:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Og ég sem fékk ekki miða hékk fyrir utan NASA bróðurpartinn af kvöldinu og sá einhverjar stelpur pissa í það sem ÞÆR héldu að væri runnar, en stjúpuþyrpingar verða seint taldar runnagróður.
Oj.

 
At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blonde Redhead bræddu mig eins og ég vissi að þau myndu gera. Ég stóð líka svo skemmtilega nálægt þeim að ég var hissa að ég yrði ekki að stærri polli!

 

Skrifa ummæli

<< Home

|