So be it
í kvöld fékk ég kúl... og í kvöld missti ég kúl. Sé fram á að ég verði að taka nýja stefnu í heiminum því núverandi draumar eru mjólkaðir til þurrðar. So be it...
Ég missti kúlið allsvakalega fyrir um það bil 28 mínútum, en af einhverjum ástæðum er ég ekki bitur, heldur stolt. Kannski er það drykkur 007 sem gerir það að verkum. Og hey, ef ég kom einhverju til leiðar fyrir busakrílin (þrátt fyrir að annað busakrílanna sé biturt út í mig þessa stundina) þá er björninn unninn. Verst að ég fæ engan björn, heldur bara týnt veski og blauta sokka
Fokk
12 Comments:
hæ,klara,ég er búin að vera andvaka síðan ég kom heim áðan og hlusta á good friday og hugsa um þig(nei). símumst
Ég er ekki alveg viss um hvað kom eiginlega fyrir þig en kúl er ofmetinn hlutur. Þú ert harla fín án þess.
Kúl er ekki ofmetið. Kúl er misskilið.
Kúl er attitude.
Kúl er ekki hvað öðrum finnst um þig, heldur hvað þér finnst um þig sjálfan. Ef þú getur sannfært sjálfan þig, þá sannfærast aðrir með.
Ég gæti reynt lýsa yfir óbugandi trausti mínu á kúli þínu en ég veit að það virkar bara sem pity komment svo ég sleppi því.
ég held ég viti hvað bæði kúlin eigi að þýða og hey... þú verður að komast að því hvort busakrílin hafi e-ð já... gert!?
Þú talar í óskiljanlegum myndlíkingum... Ég er ringluð!
obbobobb
þetta er of mikil fílósófía...
miðað við hvaða stuðla misstir þú kúlið? hefðum við verið í vinskap gilseneggers og silvíu nætur, hvernig hefðir þú þá bloggað um þessi atvik? eða í hópi morðóðra fg-inga? eða í hópi verslinga? þá hefðiru sko verið maðurinn.
En svo var ekki og þú misstir kúl, og situr hjá eina umferð. og ferð aftur um 2 reiti.
bíðum bara þangað til næsta Martini frá Torino verður opnuð ;)
Jammjamm..Klara! Ég var síðan með veskið þitt! Veit/man ekki hvers vegna..? Lét Sigrúnu fá það áðan..
oo...þetta er ég, Sunna Busakríli - kann ekkert á þetta dót!
Takk innilega fyrir veskisbjörgunina, Sunna Busakríli :)
Bið þig að afsaka almennan æsing í mér þetta kvöld...ég var í annnarlegu ástandi
MR-skilgreiningin á kúli á þá einnig um mig, því eitt sinn MR-ingur, ávallt MR-ingur. Það myndi þá líka þýða: eitt sinn kúl -ávallt kúl.
Rétt hjá Dodda, þetta snýst fyrst og fremst um eigið hugarfar.
Btw, Gleðilegt ár! :)
Skrifa ummæli
<< Home