miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Dagarnir eru langir manni ekkert gerandi

húhaa! Er bloggið dautt? Þrjúhundruð orða ritgerð um dauða bloggsins! Nei, ekki í dag, í dag er ég búin að stúta allt allt allt of miklu kaffi og kæfa rökhugsunina mína algerlega. Það eina sem ég hef löngun til að gera er að baka kanilsnúða. Já, og fá hlutverk í herranótt. Kannski baka kanilsnúða og taka þá með í Herranótt, þar sem ég mun hafa fengið hlutverk (fut II, seisei)

Án alls kaffiæsings, samt, ég er að farast úr spennu/kvíða/æsingi/tilhlökkun yfir yfirvofandi mánuðum. Að eiga búning, vera sminkaður, vera stressaður, undir pressu, þreyttur með öllum hinum og kominn með sveitt ógeð á pizzum, og detta svo rækilega í það í frumsýningarferð sem er útrás fyrir tryllt spennufall, er bara eitthvað sem ég lifi fyrir. Það er tilhlökkunin. Kvíðinn snýst að sjálfsögðu að mestu leyti um það að fá kannski ekki bitastætt hlutverk.. Spennan er svo sú hverjir verða í leikhópnum í ár og vonandi líkar þeim við mig.

Mig dreymdi einmitt í nótt að ég hefði eignast barn og því líkaði illa við mig, það öskraði þegar ég kom nálægt því og vildi bara vera hjá einhverjum öðrum. Það endaði á því að fæðingarlæknirinn tók það og ól það upp og ég dó innra með mér. Mig dreymir alltaf svo svæsna sáludrauma þessa dagana. Það er væntanlega óhjákvæmileg afleiðing þess að vera svona vör um sjálfa mig og uggandi um stöðu mína þessa dagana. Einn hópurinn í herranótt hefur þegar lokið námskeiðinu, síðasti dagur námskeiðs er á morgun. Svo er manni kastað út í djúpu laugina, við lesum leikritið og svo bíð ég milli vonar og ótta og tékka á herranætur-ímeilinu í hverjum 5 mín. frímínútum.

Fínt að fá Sólbjart til að hrista aðeins upp í þessu! Ég er sumsé að keppa í Sólbjarti (innanskólaræðukeppni MR) með Sigrúnu, Sigurlaugu og Guðrúnu Sóleyju (vó, beygingarmynd!) á fimmtudaginn næstkomandi (17. nóv.) klukkan 15:00 og ÞÚ átt að koma og vera með læti (á réttum stöðum að sjálfsögðu). Umræðuefni verður ákveðið á morgun. Massíft

15 Comments:

At 12:00 f.h., Blogger Sigurlaug Elín said...

fyndið að ég bloggaði einmitt líka um sólbjart í dag. kannski ekki fyndið samt...eitthvað

 
At 12:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá hvernig fórstu að því að verða á undan mér að setja skilaboð hérna.... ég var með lifandi uppfærslu á vefdagbókinni hennar klóöru! en allavega....

ég mæti, á svo ekki að mæta á morgun á morfís? kl hvað er það?

 
At 9:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að vita að aðra dreymir furðulega hluti en mig...halda allir vinir mínir að ég sé að fara yfir um..gangi þér nú vel í þessu herranætur dæmi..

 
At 5:37 e.h., Blogger sighvatsson said...

ég er með fjörfisk í hægri upphandlegg.

 
At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jáhá. Þannig virkar Herranótt!

 
At 12:31 f.h., Blogger Særún said...

Ég get ekki beðið eftir að það byrji að snjóa því ég á rassaþotu.

 
At 8:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig stendur á þessu tali um fjörfiska og rassaþotur? En jæja, ég tók eftir því í dag að það eru 70 manns skráðir á samlestur. Hvernig lýst ykkur á það?

 
At 9:09 e.h., Blogger Klara said...

það er allsvaðilegt, ábyggilega helmingi fleiri en í fyrra
ég er að deyja úr hræðslu og ég held ég sé að fá hálsbólgu
svo ekkert allt of vel...

 
At 11:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

aaaa..... ég er líka að deyja Klara.... úr krampa í maganum! Hvað er að mér? ég er búin að vera svona í bráðum tvo daga! aaaaa! ég held það sé harranótt...

Og, 70 MANNS???? fokk, það er MIKIÐ!

 
At 11:35 e.h., Blogger birta said...

ég hef ekkert að segja nema jú... ég er sammála. Það er alveg out að sýna ekki að maður lesi blogg. þitt blogg er til mikils ágætis...

-birta

 
At 11:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst frekar eins og það séu grilljón manns í herranótt og líkurnar á að fá hlutverk einn á móti pí...

 
At 7:30 e.h., Blogger Aldís Geirdal said...

Stress!

 
At 8:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha, einn á móti pí :)

 
At 9:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

einn á móti pí eru það ekki háar líkur? þetta verður bara skemmtielgt, hvernig sem þetta fer. Það er óskandi að sýningin verði sem best!

Sandra
ekkert stress kex in mín... njótið frekar þess að jólin eru alveg að koma!!!! (ekki hugsa um það sem ykkur dettu ryfrst í hug ,ég ætla ekki aðnefna það hér)

 
At 8:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ókei allavega, ég sá ekki leikritið í fyrra, en ég man eftir þriðjabekkjarleikritinu og ég man að Sigrún og Klara þið voruð báðar ÆÐI í því, svo ég hef nú ekki miklar áhyggjur af ykkur....

 

Skrifa ummæli

<< Home

|