laugardagur, nóvember 26, 2005

þreyttur haus

Í dag vann ég vakt nr. 2 í Leikbæ. Það var dúndur. Ég er líka á nýjabrums-vinnu-stiginu sem lýsir sér í því að mér finnst bókstaflega ALLT skemmtilegt í vinnunni. Ég raðaði í hillur í dag nánast alveg samfleytt (það var pissupása einhversstaðar þarna inní) í fjóra tíma og mér fannst það ágætt. Nú er ég ógurlega fróð um Pleimó, til dæmis, og ég get lýst því hér með yfir að það er til Pleimó fyrir bókstaflega allt. Það jaðrar við að vera fáránlegt, það er til flugvallar-pleimó, verðbréfa-pleimó, Örkin-hans-Nóa-pleimó og það er heil hilla tileinkuð bóndabæja-pleimói. Ég sagði við yfirmannskonu mína: ,,fyndið hvað það er endalaust mikið til af bændapleimó!". ,,já, þetta er nýr vöruflokkur hjá þeim" svaraði hún alvarleg. Ég hef nú ákveðið að yfirmannskona mín hafi engan húmor. Maður þarf að vera orðinn dáldið harðsvíraður leikfangasali til að finnast bændapleimó vera eitthvað sem ber að taka alvarlega.

Ég vona að hún lesi þetta ekki, vegna þess að mér finnst gaman að raða í hillur og vita hvar fjarstýrðu bílarnir eru, og vil því ekki vera að skemma neitt.

Eins og er er samt mjóbakið mitt bara frekar svekkt yfir þessari vinnu, og ég sé duplo þegar ég loka augunum. En hafi einhver í hyggju að fá þráhyggju um mig væri dásamleg skemmtun fyrir viðkomandi að fara í Leikbæ á laugavegi, og niður á neðri hæðina, því þar hef ég snert hvern einasta hlut, strokið af honum og lagt hann varlega aftur á sinn stað.

góða helgi, kæri aðdáendi, og skemmtu þér vel

10 Comments:

At 4:55 e.h., Blogger Sandra said...

masseflot!!!
ég hef þegar farið í leikbæ.. náði líka lokki úr hári þínu í gær.. og svo ef ég búin að efnagreina slef úr þér og ég hef komist að því hvað ´þú borðar...

annars er ég komin með alíslenskt nýtt blogg
barilli.blogspot.com
þá ekki nema fyrir utan nafnið :)
Sandra

 
At 6:12 e.h., Blogger sighvatsson said...

jEEE

 
At 6:52 e.h., Blogger Ragnhildur Hólmgeirsdóttir said...

Éf hef þegar lagt leið mína niður í Leikbæ í skjóli nætur. Ef þú kíkir á bak við veglegasta bændapleimóið í miðhillununni muntu finna atómljóð tileinkað þér sem og afar tælandi nærbuxur.

 
At 10:06 e.h., Blogger Fannar said...

BÆNDAPLAYMO ER EKKERT ANDSKOTANS GRÍN!!

 
At 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sigur Rós... VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!

Ég fattaði um leið og ég sagði "ég fynn þig eftir smá" að ég fyndi þig aldrei aftur. En ég vona að þú hafir skemmt þér jafn vel og ég! Sjæææææse!!!

 
At 4:06 e.h., Blogger María Rut said...

Haí ! Þetta eru bara svipuð syndrum og fiskvinnslan forðum !:)

Abbars er ég 100% sammála seinasta ræðumanni það var magnað að vera á þessum tónleikum og enn-magnaðara að fara í eftirpartíið með arband og læti, fannst ég vera sérstök í smástund, það var gott:)

 
At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju var ég svona viss um að ég hefði kommentað hérna?
En ég hef aldrei verið þessi playmo týpa, meiri sylvanie eða lego.

 
At 12:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég átti næstum allar silvaníu fjölskyldurnar sem fengust!

 
At 12:42 f.h., Blogger Mokki litli said...

Nýtt bóndapleimó?
NEI
Ég fékk bóndabæ í fjögurra ára afmælisgjöf.

 
At 2:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hafiði prófað bionicle? eða harry-potter lego? já, eða legobílinn? það er sega!

 

Skrifa ummæli

<< Home

|