hressi þunni væmni
Í dag upplifði ég fáránlegustu þynnku sem ég hef orðið vitni að. Ég segi vitni að vegna þess að ég var einhversstaðar lengst inni í hausnum á mér og heimurinn sá bara um þetta fyrir mig.
Í gær var semsagt leikfélagsferð. Með öllu tilheyrandi. Við mikla kátínu var reifið endurvakið og ég varð eins og eitthvað dýr, reifdýr. Ég glímdi við Emil og hann vann mig tvisvar, og Sigurður Kjartan slengdi mér á veggi og gólfið (bókstaflega) í takt við Underground soundtrackið, svo ég rak hausinn í borð.
Í dag vaknaði ég, aum í reifvöðvunum, tók rútuna í bæinn og ráfaði svo, enn á náttfötunum og með sængina mína, með nokkrum álíka týndum gaurum inn á Hamborgarabúllu Tómasar. Við komum við í gæludýrabúð, og hittum hressan síberíuhamstur og ógeðslegan fugl sem hvæsti á okkur, og skoðuðum 50.000 króna páfagaukinn sem Björgvin vill kaupa sér. Hann dró okkur semsagt þangað til að heimsækja hann. Ég vildi að hann kostaði minna og ég ætti einhverja peninga, því ég hef aldrei séð Bjögga svona hamingjusaman. Hann er svo skrýtinn.
Núna er ég bara ágætlega góð á því, og það er komið að mömmu. Hún fékk sér eitt sérrístaup og rauðvínsglas og er nú komin á blússandi ímyndunarfyllerí, Nina Simone er komin á fóninn og mamma skoppar eins og lítið barn á jólunum um íbúðina og vill að ég dansi við sig. Ég sit bara og horfi blíðlega og skilningsríkt á þessa konu sem ég bý hjá. Hún er ágæt.
Appú
Klara væmna
7 Comments:
Þynnkan í gær kemst samt ekki í halfkvisti við þessa í dag. DAgurinn í dag var svo fyndinn en samt allt allt allt of steiktur.
Sjáumst á æfingu á eftir kona
hvað meinaru sandra??
En já, þessi skoðunarferð inn í gæludýrabúðina var með því áhugaverðara sem ég hef gert mjög lengi! Og grimmi fuglinn (100.000 króna fuglinn).... hann var æðislegur!
Ég sakna þín væmna flón. Ég ætla að ræna þér í vikunni, hvenær ertu laus?
Hahaha mitt illa hjarta fékk mig til að brosa út í annað við þennan lestur... Ég sakna Kókó! Hann var skemmtilegur páfagaukur :D
prufa
Það hlýtur eitthvað mikið að vera spunnið í þennan páfagauk?
Herranæturferðir. Alltaf góðar. :)
Versta þynnka sem ég man eftir hjá sjálfum mér var þó alls ekki eftir versta fylleríið mitt, þó ég hafi vissulega verið sauðdrukkinn. Held að það hafi verið þá sem ég klessti á ljósastaur. Ég hafði kneyfað bjór (á fastandi maga, minnir mig) og tekið nokkur staup af Bailey's og fékk þessa rosa þynnku, eins og tuttugu námuverkamenn væru að störfum í höfðinu og nashyrningur gengi berserksgang í maganum.
Ég elska Underground-soundtrackið. Myndin er líka hvað kærust mér af þeim kvikmyndum sem ég hef séð.
Hamborgarabúllan er uppáhalds hamborgarasölutaðurinn minn ásamt Vitabar. Maturinn og andrúmsloftið.
Loks má geta þess að móðir þín virðist hafa góðan tónlistarsmekk. :)
Skrifa ummæli
<< Home