sunnudagur, janúar 08, 2006

Kaffi hljómalind góðan dag...

Ég: "góða kvöldið, klukkan hvað byrja tónleikarnir í kvöld?" (föstudag)
Kaffi hljómalindargaur: "uuuuu, bíddu... uuu.... já, húsið opnar klukkan 7"
-"Ha, er þá ekki opið fyrr en þá?" (smá létt glens, því þetta er jú kaffihús)
-"Ha?"
-"Er ekki opið fyrr en þá?
-"Ég held nú að fólk mæti sennilega bara svona sjö, annars byrjar þetta kannski ekki alveg sjö en ég veit ekki, allavegana opnar húsið klukkan sjö, ef það sem stendur er rétt... já.. humm"
-"Er þá búið að vera lokað hjá ykkur í dag?"
-"Ha? Tónleikarnir eru í Laugardalshöll... og þú ert að hringja í Kaffi hljómalind"
-"Nei, sko, það eru tónleikar hjá ykkur í kvöld!! Á Kaffi hljómalind... Stravinsky Oro..."
-"ó!!! aaa! já, ég var alveg kominn í tónleikasíður morgunblaðsins hérna!"
-"Haha"
-"já, humm... tónleikarnir hjá okkur.... veistu ég veit bara ekkert hvenær þeir byrja"
-"Eru þau nokkuð byrjuð að spila?"
-"humm.... uuu... ég bara veit það ekki?" (hvernig gat hann ekki vitað það, hann var þarna! Ég myndi allavegana mæta í síðasta lagi.... níu?"
-"Tja, ætli þetta byrji ekki 8, er það ekki svona venjulegur tónleikatími...?"
-"Ja hmmm... komdu bara sem fyrst!"


Súri, súri maður!

7 Comments:

At 6:40 e.h., Blogger Særún said...

Hljómsveitin heitir Strakovsky Horo. Ekki furða að maðurinn vissi ekkert um hvað þú varst að tala.

 
At 9:22 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Það er nýr gaur í Hljómalind sem virðist frekar steiktur og stressaður. Það tók hann langan tíma að skilja hvað ég vildi (svart kaffi!) og svo bjó hann til einn þann versta kaffibolla sem ég hef smakkað.

Heavy kannabisari. Maður bara sér það.

 
At 10:04 e.h., Blogger Sandra said...

hahahahahhahahahahahha
hahahaha
hahahah
hahahahahahahahahahah

það er jafnfyndið að lesa þetta og að heyra þetta..
hhahahahahhaha

 
At 2:19 f.h., Blogger Klara said...

særún: haha, ég hélt það einmitt líka, en ákvað að tékka til öryggis og hún er vitlaust nafngreind hjá stúdentaleikhúsinu! skandaaall!

 
At 1:39 f.h., Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

Þettersvona...blanda, af Stravinsky og Tchaikovsky!!! Svo sniðgugt!

 
At 2:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

*deyr úr bældum hlátri í veikburða tilraun til að vekja ekki herbergisfélaga sinn*

Eitt stykki steiktur gaur. Það er einn svipaður í matarbúðinni hérna í Stanford - er ekki alveg að fatta það að ef maður kaupir tólf stykki af sama "granola bar" getur hann skannað eitt og stimplað inn tólf fyrir fjöldann í stað þess að skanna öll tólf. Spyr mann svo líka svona þrisvar hvort maður vilji poka.

Vildi að ég hefði náð að hitta þig á meðan ég var heima! Það var bara svo viðurstyggilega mikið að gera - ég var alltaf á leiðinni að hringja í þig, en svo bara gerðist það af einhverri ástæðu aldrei og svo var ég farin og og og...

 
At 4:12 e.h., Blogger María Rut said...

www.deiglan.com/askorun útrýmum þessum klósettpappír !

 

Skrifa ummæli

<< Home

|