Ekkjuhúsið
Maðurinn á neðstu hæðinni dó í morgun. Hann hafði búið í þessu húsi frá því að það var byggt, og konan hans býr þar enn. Í fyrra dó maðurinn á miðhæðinni, í hittífyrra dó pabbi. Nú búa bara konur í þessu húsi, í íbúðum með allt of mörg herbergi.
Eftir fjóra mánuði verður flótti minn að veruleika.
7 Comments:
Ekkjuhúsið.
Hljómar eins og útvarpsleikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson.
muahahaha.........
Fjórir mánuðir í sælu og skemmtun!
Ertu að fara að flytja kúkur? Eða hvað er í gangi?
flytja út, nánar til tekið. Yfirgefa Hótel Mömmu
HVERT FLYTURU?
ja, maður spyr sig...
við eigum eftir að finna íbúð, ætli það verði ekki að bíða framyfir herranæturmánuðinn mikla
neiiii þú mátt ekki yfirgefa bugðulækinn
Skrifa ummæli
<< Home