miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Ekkjuhúsið

Maðurinn á neðstu hæðinni dó í morgun. Hann hafði búið í þessu húsi frá því að það var byggt, og konan hans býr þar enn. Í fyrra dó maðurinn á miðhæðinni, í hittífyrra dó pabbi. Nú búa bara konur í þessu húsi, í íbúðum með allt of mörg herbergi.

Eftir fjóra mánuði verður flótti minn að veruleika.

7 Comments:

At 12:21 f.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Ekkjuhúsið.

Hljómar eins og útvarpsleikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson.

 
At 12:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

muahahaha.........
Fjórir mánuðir í sælu og skemmtun!

 
At 2:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að fara að flytja kúkur? Eða hvað er í gangi?

 
At 3:47 f.h., Blogger Klara said...

flytja út, nánar til tekið. Yfirgefa Hótel Mömmu

 
At 6:33 e.h., Blogger sighvatsson said...

HVERT FLYTURU?

 
At 9:52 e.h., Blogger Klara said...

ja, maður spyr sig...
við eigum eftir að finna íbúð, ætli það verði ekki að bíða framyfir herranæturmánuðinn mikla

 
At 5:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

neiiii þú mátt ekki yfirgefa bugðulækinn

 

Skrifa ummæli

<< Home

|