ch-ch-changes
Ef snjór í apríl merkir vonbrigði, hvað merkir þá snjór í lok maí?
Ég er flutt í Grafarholt, nánar tiltekið Þorláksgeisla. Mér finnst ennþá eins og ég sé bara í heimsókn, enda hef ég ekki búið annars staðar en á Bugðulæknum alla mína ævi, og spyr mömmu stundum hvort ég megi fara á klósettið, og sit voða pen á gamla sófanum mínum eins og ég eigi hann ekki lengur. Í gær pöntuðum við pizzu og ég mundi ekki hvað heimilisfangið mitt væri. Verst af öllu finnst mér þó að Amélie spólan mín er einhversstaðar ofan í kassa.
Annars er þetta bara nokkuð fínt, herbergið mitt er með svona "ég-laumast-til-að-reykja-á-kvöldin"-svölum (þó ég ætli ekki að gera það...) og parketi og fínerí. Verð reyndar að sætta mig við það að 40% af húsgögnunum mínum kemst ekki fyrir í því, en um leið og ég hef fundið Amélie spóluna mína er ég ánægð. Ætli ég sé ekki orðin heilaþvegin af feng shui/pollýönnustefnu móður minnar
10 Comments:
Vei! Það er nú ekki hver maður sem á sínar eigin svalir.
Ananrs bíð ég spennt eftir maíbyl, svoleiðis hefur mig alltaf langað til að sjá.
Hah-hah-hah. Ég hef gerst svo fræg að hafa hangið á Þorláksgeisla! Og hvað við hlógum. Herbergið þitt er fallegt. Hafðu ekki áhyggjur, ég var svona fyrst líka, ég pakkaði ekki upp úr síðasta kassanum fyrr en sex mánuðum eftir að ég flutti. En það er kósý að búa pp úr kassa, þá þarftu aldrei að taka til get ég sagt þér og það er alltaf nóg af sætum í herberginu þínu.
Líttu á þetta komment sem smásögu.
ÞESSI MYND!
Þetta er uppáhalds, uppáhalds atriðið mitt í Amelié!
Ég áana á DVD með skandinavískum texta og þú mátt lána ef þú ert að farast úr fráhvarfseinkennum.
Hvað er í gangi? Erum við Kristbjörg einar eftir?
Haha, ég fattaði ekki einu sinni að þið væruð fluttar...
Ojæja, laugarnesið verður aldrei samt :(
þetta kom út aðeins bitrara en það átti að vera.
Hafðu það frrrrábært í Þorláksgeisla, það vill svo vel til að það ER reyndar besti Geislinn. :D
(ekki kaldhæðni)
Yndislegt! Va hvad eg er anaegd ad thad skuli einhver sem eg thekki bua i grafarholti! Eg er lika flutt thangad!! Veit samt ekki heimilisfangid. Frabaert! :D
Ekki veit ég um Amelie SPOLUNA en ég er með DVD diskinn þinn! ég skal koma honum til þín hið snarasta svo það lífgi aðeins upp á andrúmsloftið.
Annars er Þorláksgeisli mjög fallegt nafn
Æ æ... Ég var að horfa á Amelié fyrir 2 dögum síðan. Núna sit ég heima, bitur yfir stæðrfræðifallinu og horfi á Ungfrú Ísland, aleinn og yfirgefinn með alla fjölskyldumeðlimi á Spáni og kærastann í sviðstjórn á Ungfrúnni góðu. Það eina sem ég hef heyrt gott í dag er að nú býrð þú nær mér, Klara, þó að ég flytji að vísu í burtu bráðum, svo það mun ekki vara lengi. Ef þú finnur ekki Amelié skal ég lána þér The Fifth Element en henni er leikstýrt af Luc Besson og er með geðveikt kúl búninga og leikarinn sem leikur (tilvonandi)* kærastann hennar Amelié er í henni.
Kári
*Það fer eftir hvar í myndinni maður er staddur hvort lesa skal innihald** þessa sviga.
**Ef maður er í vondu skapi má lesa þetta innihland.
Til hamingju með allt saman Klara mín!
EN nú verður þú að fara að koma þér niðrí bæ bráðum, svo maður fái nú að hitta þig. Ég myndi gjarnan koma upp í þorláksgeisla en ég veit nú barasta ekki í hvaða átt ég ætti að snúa mér!
Ef snjór í lok apríl merkir vonbrigði, merkir snjór í lok maí klárlega að Klara ætli sér ekki að blogga næstu árin.
Koma svo Klara...
Skrifa ummæli
<< Home