þriðjudagur, október 30, 2007

¡Joder!



Ég var að horfa á þessa mynd áðan með hommavinum mínum. Nánar til tekið... ég álpaðist inn í stofu, og þeir mútuðu mér með kínamat. Tilboð sem ég gat ekki hafnað.
Númer eitt! Ég hef ekki séð svona mörg typpi í striklotu í langan tíma. Jú, æi, reyndar þegar við komumst að því að á næturnar erum við með 7 fríar klámrásir, hverja annari dónalegri (Við erum alveg að tala um plasthnefa í vagínu hérna. Plasthnefa! Vagínu! Djöfulsins!) En hitt hljómar áhrifaríkara.
Númer tvö! Þessi treiler gefur sko klárlega ekki til kynna hvað þessi mynd er dónaleg. Kallið mig íhaldssaman fávita, en eftir ákveðið marga rassa þá brestur bara eitthvað innra með mér.
Númer þrjú! Öllum hommavinum mínum fannst hún frábær. Það er æst fyndið, miðað við að hún er af svipuðum gæðastaðli og Not-another-teen-movie-15, og þeir eru allir þrítugir, tveir kennarar og einn læknir.

Fyrirgefið ef ég er ekki mitt vanalega, kalda, intellektúal sjálf. En það verður að taka það með í reikninginn að ég var að horfa á samkynhneigðu, óhefluðu útgáfuna af American Pie.

Svo þegar húllumhæinu var lokið, öllum aðalsöguhetjunum hafði tekist að láta dúndra sig í þann óæðri og svona, þá sagði ég, svona hálf í gríni: "úff, ég held að ég sé sködduð fyrir lífstíð". Þá horfðu þeir allir á mig eins og ég hefði hent eggi á gay-pride og brennt regnbogafánann. Svona kemur það manni í koll að vera laumutepra.

7 Comments:

At 4:33 e.h., Blogger Þorsteinn said...

Aaaaaahahaha!!! :D

Þetta er nokkuð... já. Skárra en plasthnefi í vagínu, samt.

 
At 5:35 e.h., Blogger Sandra said...

ég á líka hommavini sem elska þessa mynd.
bíddu bara þangað til þeir draga fram hommateiknimyndaklámið, það er djúsí.

 
At 4:04 e.h., Blogger Hulda Garðabúi said...

Er það skringilegt að vilja sjá þessa mynd? Virkar alveg nógu steikt til að vera skemmtileg...

 
At 10:33 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

„Not-another-teen-movie-15“

Nú sá ég bara þessa fyrstu, svo það er vel hugsanlegt að myndabálkurinn hafi tekið stórt gæðastökk á milli tvö og fjórtán, en það er ekki fallega sagt.

Þessi mynd virðist augljóslega vera byggð á American Pie, sem var jú frekar gróf miðað við High School myndir almennt, svo ég verð að spyrja: Er hún mikið grófari en American Pie/American Pie framhaldsmyndir/American Pie eftirhermur? Eða er hún svipuð, bara með aftaníossi í stað trúboðans?

En eru kynvillingarnir, vinir þínir, ekki bara svona happý með að fá mynd af sama tagi og þeir hafa verið bombardaðir með allt sitt líf, en með þá í huga sem markhóp? Svona svipað og fiðringinn sem ég fæ í hamingjuvöðvana þegar ég sé gamanmyndir um trekkara og/eða Dungeons & Dragons áhugamenn?

 
At 2:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

villingar?

 
At 1:53 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Villikettir.

 
At 3:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

villingar - já. Kynvillingar - æ það er eitthvað svo politically incorrect.
Annars hittir þú naglann á höfuðið með ástæðu þess að hinum mjög svo intellektúal villingum líkaði myndin. En hún var vissulega óheflaðri en heteró-fyrirmyndin.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|