Játning
Ég þvæ mér ekki í framan reglulega, ég nota hvorki sólarvörn né rakakrem, né exfólíeitör né tóner að staðaldri. Mér hættir til að drekka minna en lítra af vatni á dag, og ég hef aldrei farið í húðhreinsun. Fram til dagsins í dag hefur mér fundist þetta fullkomlega eðlilegt, en fram til dagsins í dag hafði ég heldur aldrei farið í viðtalstíma við snyrtifræðing (ekki spyrja, tungumálaörðugleikar spiluðu inn í). Konan bókstaflega missti andlitið. Sem er í sjálfu sér mikil synd þar sem hún hefur augljóslega lagt mikla vinnu og peninga í það.
5 Comments:
hey vá orðaleikur
Og tó ljómar andlit titt af aesku og ferskleika!
HAHAHAHAHA!!
klara mætt í heim snyrtingarinnar, það var kominn tími til að þú færir að læra að nota blóðvökva og exfólíeitor!
join the club Klara.
mamma er alltaf að skamma mig fyrir lélega meðferð á húð minni.
en ég er ekki ein...
Hahaha, þetta fannst mér fyndin lítil saga. Tek undir þetta með þér, hef alveg látið öll fegrunarsmyrsl fyrir andlit vera hingað til, og sé ekki fram á að breyting verði þar á. Nema auðvitað að ég heimsæki snyrtifræðing fyrir misskilning. Vonandi hefurðu það áfram gott þarna úti í íbúð 1-B, það veit guð að ég öfunda þig - þar sem hér á Íslandi er næðingssamt, skítakalt og dimmt. Njóttu hverrar mínútu!
Skrifa ummæli
<< Home