miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Kyn

Vinur minn útskýrði í gær fyrir mér, kominn vel á fimmta bjór, þá írónísku staðreynd að spænska orðið fyrir typpi er kvenkynsorð en orðið fyrir píku karlkynsorð. Þetta fannst mér fróðlegt þar sem typpin hafa jú alltaf verið að vefjast fyrir mér (náttúrulega bara í málfræðilegum skilningi - ég er fróm stúlka og lofuð). Eftir daginn í dag mun það því ekki gerast aftur að ég kalli typpi óvart "kjúkling".

Ég sagði honum svo að íslenska orðið fyrir typpi væri hvorugkynsorð. Hann hló svo mikið að hann datt af stólnum sínum.

4 Comments:

At 3:18 e.h., Blogger Þorsteinn said...

Mmm, en að sjálfsögðu merkir typpi ekki upprunalega kynfæri karlmanna heldur bara eitthvað sem skarar upp í loftið. Yfirfærð merking. Annars er það hið afar plebbalega orð reður, sem er karlkyns!

Þess má geta að þegar ég var sex ára gamall lásum við bók í skólanum sem fjallaði um einhvern ævintýraþyrstan smádreng sem skyndilega uppgötvaði einhyrning fyrir utan gluggann sinn. Lýsingin á því þegar hann á kleif á bak honum var mögnuð, því þar var, skv. bókinni, 'lítið typpi' sem drengurinn greip í og stýrði með því einhyrningi þessum um háloftin. Bekkurinn, verandi samansettur af sex ára börnum, orgaði af hlátri á þessu. Enda er þetta dálítið furðuleg mynd, nicht wahr - hvítur einyrningur með typpi á baki sér.

Eh. Já. Það þarf bara að minnast á typpi til að ég fari að segja sögur...

 
At 5:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvers typpi varstu samt að tala um, þegar þú kallaðir það óvart kjúkling?

Bara svona vegna þess að þú ert fróm stúlka og lofuð ;)

 
At 8:50 e.h., Blogger Sandra said...

ég man þegar að pabbi minn sagði mér að ýta typpinu til hliðar til að taka af barnalæsinguna, ég sprakk úr hlátri enda einungis fimm vetra.

hvernig er píka á spænsku?

 
At 10:31 e.h., Blogger Klara said...

Coño. El coño nóta bene. Það myndi samt ekki standa í kynfræðslubókum, þar væri líklega vagina.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|