laugardagur, desember 27, 2003

Nátthrafnar og annað skemmtilegt

Ég er nátthrafn. Allar mínar stærstu og virkustu hugmyndir koma á næturnar. Það er eins og skyndilega, þegar klukkan er svona u.þ.b. eitt, ef ég er ekki farin að sofa fyrir þann tíma, fá heili minn eitthvert rafstuð og hrökkvi í gang. Nema ef ég hef drukkið bjór. Ég drekk aldrei mikinn bjór en einn bjór nægir til að stöðva rafstuðið og ég verð þreytt og andlítil. En annars byrja ég að blaðra og blaðra af öllum lífs og sálar kröftum um heimspekileg málefni og atburði líðandi stundar. Mín kenning er að allir búi yfir þessum eiginleika, en það sé misjafnt hversu lengi þarf að vaka áður en rafstuðið kemur og hversu virkur viðkomandi almennt er, sem svo segir til um svefnþörf hans og daglega þreytu. Mín mörk liggja til dæmis um eittleytið. Hinsvegar gagnast það mér ekki alltaf, því ég er oft sofnuð fyrir þann tíma. En altént, þetta útskýrir ýmislegt, til dæmis afhverju náttfatapartý eru svona skemmtileg. Þá er maður nefnilega í góðra vina hópi og hefur einhvern að tala við og svo endar með að allir eru á einhverju virkniflippi og upp af því spinnast ýmsar áhugaverðar samræður.
Hinsvegar er klukkan ekki orðin eitt, og því er þetta blogg aðeins til þess fallið að tefja tímann þar til rafstuðið loks kemur. Ég er sú eina sem er vakandi, og hefur það sína kosti og sína galla. Kostirnir eru að sjálfsögðu að maður getur sprangað um óséður, hlustað (lágt, reyndar) á bollywood-tónlist, krassað (því maður teiknar ekki almennilega á virkniflippi hefur ekki þolinmæðina í það) og jafnvel gatað á sér neglurnar! Ég fékk nefnilega öfgafullt manicure sett frá Önnu Margréti. Þar getur maður gatað á sér neglurnar eða sett á þær tatoo. In other word, you can compound all your rebellion onto one fingernail!
Gallarnir eru hinsvegar þeir að í fyrsta lagi hefur maður engan til að deila firrunni með. Í öðru lagi verður maður að vera hljóðlátur í brjálæðinu, sem takmarkar möguleikana. Kannski ég ætti bara að fara að sofa...... ég hef þrjár mínútur...

-----------------------------

Ó, og meðan ég man:
Áttuspurning dagsins: Mun skautaferðin á mánudaginn algerlega floppa?
Áttusvar: Are you kidding?

Ég er engu nær

En talandi um.... Ef svo furðulega vill til að einhver skuli vera að lesa þetta, þá er viðkomandi hérmeð boðin(n) í (vonandi) fjölmenna skautaferð sem farin verður í skautahöllina á mánudag næstkomandi, sennilega uppúr 2

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|