Ég sá silfurskottu inni á baðherberginu í gærkvöldi. Ég reyndi eftir fremsta megni að góma hana/drepa hana, starði á hana þónokkra stund með tissjúið í hendinni, en fann þetta ekki hjá mér. Bévítans ótuktin greip þá tækifærið og skaust undir kommóðu. Ég fór út og lokaði baðherbergishurðinni til að kvikindið gæti ekki elt mig uppi og beið þangað til mamma kom heim. Við lyftum þá kommóðunni en þá hafði þessi óskammfeilna litla vera komið sér undan með einhverjum hætti og mun nú eflaust akkúrat á þessari stundu vera að fjölga sér grimmt inni í einhverri glufu.
Það mætti túlka þetta sem afsökunarvert athæfi hjá mér, eitthvað um það að ég beri virðingu fyrir öllu lífi. Það er ekki satt. Ég er bara kveif, og skíthrædd við þessi litlu kvikindi
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home