Mamma og pabbi eiga sér ljóð saman. Pabbi samdi það þegar hann var í lægð eftir fyrri meðferðina. Það er um andvaka vikapilt á skipi á miðjarðarhafi. Mamma fór til pabba í morgun og ætlaði að lesa ljóðið fyrir hann. Hún spurði mig hvort það væri ef til vill kaldhæðnislegt og óviðeigandi að lesa fyrir hann ljóð um manneskju sem er andvaka þegar hann sefur allan sólarhringinn á meðan mínútur, klukkustundir, dagar og helgar renna út í eitt. Ég sagði henni að maður gæti alveg verið andvaka þótt maður svæfi
Vonandi verður þetta góður dagur
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home