Dagur bömmera og vonbrigða
Æææi. Þetta er einn af þessum dögum þegar maður óskar þess heitar en nokkurs annars að hafa einfaldlega ekki skriðið fram úr rúminu í morgun. Ég svaf eiginlega ekkert í nótt sökum hósta og ákvað því að sleppa fyrsta tíma í morgun og sofa. Slacker. Ég átti hinsvegar að flytja ræðu í þeim tíma og því veit ég ekki hvort hann Knútur kallinn verður allt of hress... Ég fékk annars hugljómun seint í gærkvöldi um hvernig þessi ræða ætti að fara fram svo það er víst ágætt að fá dálítinn frest... En til að gera daginn minn enn verri þá var hringt í mig og mér tilkynnt að veskinu mínu hefði verið stolið (ég er búin að vera svo út úr kú síðastliðna daga að ég hafði ekki einu sinni tekið eftir því - æi, því var svo sem bara stolið í gærkvöldi) og að það hefði fundist á víðavangi og að einhver - líklega þjófurinn - hefði rifið úr því öll verðmæti og skilið bókasafnskort, subclub miða, tannlæknakort og fleira liggjandi á hráviði í blautu grasi. Innviði veskisins míns eru því annaðhvort horfin mér eða gersjúskuð.
Ég er núna í tölvustofunni og vekjaraklukkan mín var víst eitthvað að eipa en ég heyrði ekkert í henni af því að ég er að hlusta á tónlist í vasageislaspilara. Ég er því einnig búin að vekja pirring gesta tölvuversins og mér líður eins og hinum mesta þorpara. Lífið er dásamlegt!
Það eina sem mig langar að gera akkúrat núna er að öskra og blóta viðstöðulaust í nokkrar mínútur, fara svo niður í cösu og sofna. Ef einhver hittir mig í dag, óháð því hvernig viðkomandi þekkir mig eða hvort viðkomandi þekkir mig á annað borð, þá væri stórt faðmlag vel þegið. Ég myndi gera það næstbesta og fara og kaupa mér súkkulaði, en hvað er ég að segja? Veskinu mínu var stolið. Afhverju ég????
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home