laugardagur, mars 20, 2004

Pirringur, annars gott, takk fyrir

Ég var að blogga um hvað lífið væri nú sosum ágætt. Svo fraus bévítans tölvan. Köllum þetta smávægilegt afturhvarf. Ég nenni varla að skrifa aftur eftir þetta leiðindaatvik, en þar sem sorgbitna færslan á undan er búin að standa nægilega lengi, og ég á víst að heita Dory, þá varð ég aðeins að rétta af kútinn gagnvart þessum yndislegu manneskjum sem hafa verið til staðar fyrir mig. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur stundum sýnt manni mikla væntumþykju. Ég ætla ekki að telja alla upp, því að það eru svo margir sem eru búnir að hjálpa mér að ég myndi örugglega gleyma einhverjum í upptalningunni. Ég ætla að hætta þessu strax áður en þetta fer að hljóma eins og Óskarsræðan hjá Halle Berry.

Pabbi er annars við sama heygarðshornið, fær of mikinn svefn á meðan ég fæ of lítinn. Bévítans óréttlæti! ;) Hann er samt búinn að vakna tvisvar, í nokkrar mínútur í senn. Í hvorugt skiptið var ég viðstödd en mér er sagt að hann hafi bæði hreyft hausinn og sýnt viðbrögð við því sem var að gerast í kringum hann. Þett er góðs viti og svo er vorið líka komið. Þetta er allt að koma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|