miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Móðir mín ástsæl

Bregst ekki! Á hverjum eeeeeiiinasta morgni kemur mamma inn í herbergið mitt, hálftíma áður en ég átti að vakna eða fyrr, og spyr mig hvort ég hafi ekki ööööörugglega stillt vekjaraklukkuna. Ég hef útskýrt fyrir henni að það sé frekar fáránlegt að í hvert einasta skipti sem ég stilli klukkuna til að geta fullnýtt þann litla svefn sem ég fæ, þá komi hún inn alltof snemma, og vekji mig til þess eins að spurja mig hvort ég muni ekki alveg örugglega vakna eftir klukkutíma. En enn heldur hún uppteknum hætti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|