Meginatriði síðustu daga
Ég ætla að byrja á því að starta nýjan "fastan lið". Bloggari "vikunnar". Þar sem bloggmetnaður minn hefur hinsvegar að nokkru leyti dvínað, í takt við eril og annasemi, þá ætla ég að taka það inn í reikningin að bloggið mitt er ekki, og mun aldrei verða reglubundið. Því mun þetta ekki kallast bloggari vikunnar heldur bloggari líðandi stundar. Kapeesh? Good.
Bloggari líðandi stundar þessa líðandi stund mun vera hún Anna mín (þekkt í veröld vefsins sem Isis)
(Henni finnst þessi mynd ekki flott. Upp með hönd sem er 100% ósammála! *réttirupphönd")
Ég ætla að nefna nokkrar ástæður fyrir vali mínu:
1. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að blogga og er því enn á "nýjabrums" stiginu, sem lýsir sér í tíðum og löngum bloggum. Dásamlegt
2. Þessi tíðu og löngu blogg héldu í mér lífinu í danaveldi
3. Hún veit aldrei hvað hún ætlar að skrifa um og endar því alltaf með frábærlega langar og spontant pælingar, en ekki eitthvað fyrirfram ígrundað rugl í alltof kjarnyrtum setningum.
4. Hún er fyrst í stafrófinu
---------------------------------------------------------
En já, ferð mín til danmerkur var nokkurnvegin svona:
Dagur 1 - þriðjudagur.
Við vörðum eiginlega öllum deginum í að ferðast. Komum svo loks til Helsinge (hefur einhver séð Fucking Åmål? Þessi staður var Åmål, í 3 veldi) og hittum danina okkar. Það voru samt ekki allir komnir og því var alveg laaaaangur hálftími þar sem við sátum öll eins og fífl, borðuðum græna danska köku og leið eins og við værum á Amish samskiptastund. "Við viljum að börnin í okkar þorpi kynnist börnunum í næsta þorpi í vernduðu umhverfi. Því munum við setja þau saman í eitt herbergi, segja "nú verða samskipti" og húka svo yfir þeim eins og krákur". Í stuttu máli var þetta mjööööög óþægilegt.
Hápunktur dagsins: Beyglan. Nánari útskýring: Í lestinni á leiðinni til Åmål létum við flestar eins og fífl. Sungum Haukur Hólmsteinn lagið eins hátt og við gátum, flissuðum og töluðum hátt. Týpískur stelpuhópur í útlöndum. En í lestinni var ein dönsk kona, dálítið slavnesk í útliti, með litað appelsínugul-ljóst hár sem var afar úfið og leiðarljóslegt, mjög mikinn farða og alveg rauðklædd. Sama hversu mikil læti við vorum með, hélt hún fullkomlega andliti. Konan var með járnhjarta, þetta var stórfurðulegt. Við náðum mynd af henni! SCORE!
Dagur 2 - miðvikudagur
Þurfti að vakna klukkan hálfsex. HÁLF SEX! Stelpan ætlaði fyrst að láta mig vakna klukkan fimm en ég sór að ég myndi vera búin að taka allt til kvöldið áður og vera fljótari en mér væri mannlega mögulegt. Því fékk ég að fara á fætur klukkan hálfsex. So grateful I am. Danir eru steiktir. Allir þessir krakkar fóru alltaf á fætur klukkan sex og að sofa klukkan níu. Það er klukkan 4 og 7 að Íslenskum tíma. Ef þau fara út að djamma, sem nokkrir gerðu (ekki ég, minn dani var spenntari fyrir að vera heima og gera ekki neitt), hella þau sig full klukkan 7 (því þau mega kaupa áfengi) og eru svo komin í rúmið klukkan 11. Óskiljanlegt. En þennan dag fór ég fyrst í 2 tíma danskan líffræðitíma sem var tímasóun, því ekki kann ég dönsk fræðiheiti, og sat því aftast og tók mynd af borðinu mínu. Á því stóð "Look at my sexy body. I am hot" Þetta fannst mér ólýsanlega fyndið. Svo var líka farið í enskutíma sem var ívið skemmtilegra, því þar skildi ég í það minnsta eitthvað.
Hápunktur dagsins: Bó gaurinn. Ég held að hann hafi heitið Emil (borið fram Imíííííl) en hann var alveg eins og Bó! Því til sönnunar tók ég mynd af honum. Hví ekki, ég sé hann aldrei aftur?
Verð að fara, klára þetta seinna, það er hvort eð er betra, ég hef svo mikið að segja að það er best að lesa þetta í áföngum
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home