föstudagur, ágúst 05, 2005

In the place where I have what it takes

Ég hringdi mig inn veika í dag. Í ljósi fyrri ummæla vil ég taka það fram að um raunveruleg veikindi er að ræða. Ég vil einnig taka það fram að ég hef aldrei horft á stakan þátt af Dawson's Creek. En það er önnur saga...
Altént... Upprunalega planið var sumsé að vinna 13 tíma í dag, og afreka því fátt annað þann daginn. Leiðinda hálsbólga kom mér hinsvegar til bjargar, og ég er alveg til í að fyrirgefa henni hausverkinn og kyngierfiðleikana þar sem hún gaf mér tækifæri til að...
...klára nýju Harry Potter bókina
...horfa á 2 videospólur
...stúta heilli dollu af ben&jerrys smákökudeigs-ís, undir því yfirskini að ætla að draga úr hálsbólgunni
...skrifa þetta blogg
...taka til í herberginu mínu (ókei, ókei, það er á stefnuskránni)
Fram að þessu hef ég alltaf ætlað mér að vinna til þess að lifa en ekki lifa til þess að vinna. Núna hef ég hinsvegar allt í einu fengið þá flugu í höfuðið að mig langi til að stefna aðeins hærra. Kannski ég fái mér einhverja vinnu sem ég er ekki fegin að hringja mig inn veika í...

P.S. þessi er reyndar erfiður, en ég skal splæsa ís á þann sem fattar í hvaða lagi titillinn er...

16 Comments:

At 8:05 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Ég man nú ekki hvað lagið heitir, en er þetta ekki úr smiðju Elliot Smith.

...arna... "Tell mister man with the impossible plans to just leave me alone / In the place where I make no mistakes / In the place where I have what it takes"

 
At 8:49 e.h., Blogger Klara said...

ég skulda þér ís ;)

 
At 11:15 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Jaharna. Mér finnst drullumerkilegt að ég skuli muna þetta. Ég er ekki mikill textamaður.

 
At 1:41 f.h., Blogger Anna Margrét said...

Ég vil kudos fyrir veikindaheimsóknina og sjeikinn!

 
At 1:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég át og át ís í því yfirskyni að mér liði betur í hálsinum þegar veikindasyrpan mín stóð sem hæðst. Svo kom mamma og eyðilagði allt. Hún sagði að ég ætti bara að borða/drekka heitt. Og mamma er hjúkka:(

 
At 8:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

va hasarfrettir julia!
thu ert alltaf med gott sludur!

 
At 2:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

úllala! og spurði um klöru!
Nú er eg svo aldeilis krossbit. Hvað ætli þessi hegðun merki?

 
At 3:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mmm chocolate chip cookie dough

the sweetest sin

 
At 3:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

fór strax út og keypti mér þegar ég las þetta!!!

 
At 10:12 f.h., Blogger Drekafluga said...

Mér lýst vel á stefnubreytinguna. Ég ætla ekki að vinna við eitthvað sem mér leiðist.

 
At 4:28 e.h., Blogger María Rut said...

Á laugardaginn næstkomandi, skora ég á þig, Klöru í Kappakeppni á Holtsströnd. Hvort sem þú tekur áskoruninni eður ei mun ég etja kapp í kappa. muahaha..

 
At 11:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið, gleymdi að segja það í dag.

(Ef þú verður aftur veðurteppt þá.....)

 
At 12:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

haf+u got afçli

 
At 11:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Björgvin alltaf skáldlegur.
og allir til í að fara með gamanmál.

 
At 11:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Björgvin alltaf skáldlegur.
og allir til í að fara með gamanmál.

 
At 10:31 f.h., Blogger Klara said...

hahaha

 

Skrifa ummæli

<< Home

|