þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Krísur í Krísuvík

Ég var að vakna, og það er nákvæmlega
    ekkert
sem hef rekist á sem ég hef minnstu löngun til að borða. Ég gerði heiðarlega tilraun til að fá mér eina af fíkjunum sem móðir mín er svo sólgin í þessa dagana, en hún bragðaðist eins og gubb og því hef ég hætt við allar ráðagerðir henni tengdar.

Svo er það bara vinnan eftir... klukkutímaogeinamínútu... and counting. Mér líður svolítið gagnvart vinnunni eins og gagnvart frekar ógirnilegu hlaðborði í fjölskylduboði. Maður sækir í það því maður hefur faktískt ekkert betra við tímann að gera, og að vissu leyti fær maður eitthvað fyrir snúð sinn, en núna eru allir góðu réttirnir búnir og ég orðin svo pakksödd að ef ég fæ mér einu sinni enn á diskinn þá æli ég. Ég er sumsé komin svo með svo þokkalega upp í kok af vinnunni að mér er skapi næst að hringja mig inn veika þessar næstu tvær vikur sem ég á eftir. En það er ekki minn stíll.

Krísuvík?

5 Comments:

At 12:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

klara, nú veit ég svolítið! Ég er nefnilega sama sinnis varðandi vinnuna og því styð ég ákaft það að ég og þú hringjum okkur inn veikar næstu tvær vikurnar (þrjár fyrir mig meira að segja...:() og liggjum uppí sófa saman og horfum á eitthvað skemmtilegt. Samt ekki Krísuvík...oj.

 
At 9:51 e.h., Blogger María Rut said...

Sæl Klara mín. Krísuvík er svipað skemmtileg og glaðar vonir og leiðindaljós. En samt ekkert miðað við úgandískar sápuóperur, þær eru kostulegar, alvöru dramatík í gangi þar get ég sagt þér kæra vinkona. Knús!

 
At 9:52 e.h., Blogger María Rut said...

þetta átti auðvitað að vera ,,glataðar vonir" ekki ,,glaðar vonir". Biðst forláts. :)

 
At 10:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jah, ef það kætir þig eitthvað þá var ég búin að skrifaði ég handa þér disk sem ég ætlaði að koma með á seinni degi Innipúkans. En ég er Hildur. Ég gleymi. Þú átt hann samt hjá mér.

 
At 5:04 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Mér finnst fíkjur líka ógeð.






(...og hérmeð hef ég lokið af kommentskyldum mínum.)

 

Skrifa ummæli

<< Home

|