kjáninn ég...
... að halda að það gæti verið einhver á MSN klukkan 5 um morgun
... að halda að ég sé eitthvað annað en sidekick
... að finnast það líkamlega sárt að sakna einhvers
... að vera vakandi klukkan 5 um morgun daginn fyrir vinnu
... að halda að það sé gaman að vera edrú á Gauk á Stöng (hvorki diss á þá sem stunda Gaukinn, né þá sem eru edrú, en þetta er ekkert súper gott kombó)
... að halda að mjórri upphandleggir séu lykillinn að félagslegri velgengni
... að langa í hluti sem ég get ekki fengið
... að geta ekki verið heima án þess að sækja óeðlilega mikið í bloggsíður, kaffi og þunglyndislega tónlist
... að veðja alltaf á rangan hest í öllu
... að plögga Herranótt OF grimmt
... að vona virkilega að fólk hætti við að koma í Herranótt
... að vera ófrumleg og skrifa punktafærslu
Sængin er óneitanlega freistandi akkúrat núna. Sérstaklega þegar ég leit á klukkuna í símanum og sá 05:22 og stillti svo vekjaraklukkuna á 11:00.
7 Comments:
ok ég þarf að fá mér haloscan
hahaha
Gaukurinn er bara kúl í blur effect.
Já, ... já.
Vitleysa Klara, þú ert að blómstra. Þú sérð það glögglega ef þú hugsar þig um.
Hæ:)
klukk klara klukk !!! 5 hluti sem enginn veit takk !
Kjánaprik geturu verið... En mér finnst þú samt kúl! Værirðu kannski til í að handlanga smjörið?
Skrifa ummæli
<< Home