þriðjudagur, október 18, 2005

I dreamt one thousand basketball courts

Ég er að hlusta á K-hole með CocoRosie, en það er nýja sem-verður-nauðgað-til-andskotans-lagið mitt, enda hef ég líklega hlustað á það svona 50 sinnum síðan ég keypti diskinn, sem var á föstudaginn.
Það er geðveikt og þunglynt og einhæft. Ég elska það, og ég elska hvað þokan í hausnum á mér meikar mikið sens þegar ég hlusta á það.

Það er líka þoka úti, voða rómó eitthvað, nú er kominn tíminn sem maður fer í þykka úlpu og á kaffihús og þess háttar. Ég hlakka bara þónokkuð til.

Meira síðar. Þá ætla ég að hlusta á Hives eða Strokes eða jafnvel gerast ýkt indí og hlusta á The Go-Team, og blogga af krafti og orku, sjáiði til! Kannski verður Njáluferðin líka ferð ferðanna, kannski verður æst slúður úr henni og ég hef ekki við að vélrita það upp í kjarnyrtum og hnyttnum setningum. Kannski (lesist: líklega) verður hún frekar viðburðalítil, og þá neyðist ég til að tala bara út um rassgatið á mér um allt og ekkert. Hvað sem því líður er ég búin að ákveða að ég verði að bæta bloggið eða drepa það algerlega. Báðir kostirnir eru álíka freistandi. En mér finnst bara eitthvað nostalgískt við það að vera með nánast óslitið arkíf frá því í apríl 2003 (tékkið annars endilega á því arkívi, það er frábært, ég sagði ,,gegt" og "eikker" og tók sjálfspróf á quizillu)

Takkfyrirbless

13 Comments:

At 10:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Njáluferðir eru stuð..hehe, þegar mín var þá var svo mikill snjór að rútan komst ekki á einn staðinn, sem ég man ekki hver var. Kannski tengist það því að við komumst ekki að skoða hann. Sátum bara í rútunni og vorum hress, þ.e.a.s. minn bekkur. Hinir skildu ekkert í hverslags fávitar geta verið að syngja og fíflast þegar hægt var að sofa....hmmm, gaman samt:)

 
At 12:16 f.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Yay! Paragraphs!

 
At 12:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ágæt. Ég sakna þín.. <3

 
At 12:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit að þetta er mjög furðulegt en þarna.. ég hélt að ég væri að lesa heimasíðuna hennar Önnu Margrétar!! En ég.. erm.. sakna þín líka! Hmm.. :)

 
At 2:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

"þá neyðist ég til að tala bara út um rassgatið á mér um allt og ekkert."
hahahah :lol:

 
At 3:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá ég get ekki beðið, þetta verður besta skólaferð sögunnar!!!!

er málið ekki að klára njálu áður en maður fer í hana? yeeee riiight....
síja túmoró
Sandra

 
At 6:42 e.h., Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

Ég hlakka alveg gegt til að fara í ferðina!
Verst hvað ég er komin ógsla stutt í Njálu...
En hey, ég skal bara sjá þér fyrir feitu slúðri svo þú þurfir ekki að hætta að blogga, flazza eða eikkað.
Óki?
Óki bæ-æ.

 
At 1:19 f.h., Blogger Klara said...

bv: já, ég hugsaði til þín ;)

 
At 2:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst CocoRosie svo einstaklega fallegt nafn á hljómsveit.

 
At 2:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Njáluferðin mín var köld. Ég man ekki eftir neinu úr henni, veit ekki einu sinni hvar ég var stödd á landinu. Ég vissi ekki hvar Njála gerðist þegar ég las hana, og ég veit það ekki heldur núna. Allir (já allir, meira að segja kennararnir) vældu vegna kulda og á einum staðnum var það að fara út úr rútunni valfrjálst.
Ég skal hugsa til þín...

...ég sakna þín :(

 
At 5:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehe það var kuldi og snjór í minni...gaman gaman...til bekkjarmynd af okkur uppá s´njóskafli....ég sakna gömlu daganna...

 
At 5:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hver er arngunnur??? ég var á bloggrölti svona þessi ség þekkir þennan og hinn og endaði hjá henni og svo inná þitt hehe....

 
At 9:50 e.h., Blogger sighvatsson said...

hæ. þessi ferð var bara ágæt, er það ekki, ha. ekkert megaslúður samt. en ok.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|