föstudagur, október 14, 2005

ekkert gott eða gott ekkert?

Í dag áskotnaðist mér CocoRosie diskurinn nýji og hann er núna á repeat í Bóasi blessuðum, sem ég fékk aftur í dag eftir að Björgvin var með hana í láni í 2 daga. Ég hélt ekki að það gæti verið svona erfitt að vera aðskilinn frá tölvunni sinni, en hann á sér nú nafn og hann syngur fyrir mig. Ætli ég þurfi ekki bara að fara að stunda hugleiðslu eða eitthvað. Ég drekk og blæs á mér hárið og elska tölvuna mína stundum meira en sjálfa mig. Jájá.
Í dag svaf ég til 1 og borðaði beyglu í morgunmat og las blaðið og flautaði við Sigur Rós í korter og horfði á ekkert í sjónvarpinu. Hátindur dagsins var þegar ég fékk mér kakóbolla á kaffihúsi og þegar ég hoppaði niður tvær tröppur og pilsið mitt ákvað í samráði við vindinn að í dag væri ég Marilyn Monroe. Bottom læn: Í dag gerði ég ekki rassgat og það var geðveikt! Ætlaði að skrifa fokking geðveikt en sá að mér. Hætti svo við að sjá að mér. Góð saga, Klara (vocativus).
Ég er farin að blóta miklu meira eftir að ég fékk bílpróf. Segi "drullið ykkur áfram!" og "bíddu, missti ég af fokking fráreininni!" og fíla mig ógurlega töff. Það næsta sem ég veit er að ég er komin á gulan sportbíl sem spilar Sean Paul krónískt í botni í græjunum, tek hljóðkútinn úr og keyri á 80 í fáförnum, plebbalegum íbúðarhverfum.

8 Comments:

At 2:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hver er þessi sauður sem er alltaf hérna efstur á skrá....hehe
Allavega..akstur getur haft svakaleg áhrif á mann...gerir mann pirraðan út í s´máatriði..ef líka tekið eftir þvi...á að til að breytast í geðillan bjána þegar ég er við stýrið...samt aðallega þegar ég er að flýta mer og er á eftir afa gamala á sunnudagsrúntinum sínum.
Að gera ekki neitt er yndislegt, ég hlakka svo til að ég geti farið að gera það aftur í heilan dag....

 
At 9:18 f.h., Blogger Ragny said...

hehe, ég blóta svona líka þegar ég keyri... þú þekkir mig ekki fyrr en þú hefur keyrt með mér í bíl ;)

 
At 11:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, sumir hlutir fá mann til að blóta meira en aðrir. Ég blóta aldrei þegar ég keyri en iðulega þegar ég er að greina ljóð í íslenskutímum.

 
At 2:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég stíg ekki með þér upp í bíl fyrr en að sá guli + Sean Paul er kominn.

 
At 4:35 e.h., Blogger María Rut said...

já..nei

 
At 5:52 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Veistu, þú mættir stundum vera duglegri að skipta textunum þínum í efnisgreinar. Ég sé að þú gerir það upp að vissu marki, en það vantar þessa extra línu á milli þeirra.

Þá verður þetta miklu snyrtilegra og þægilegra að lesa.



Og ert þú svona upprennandi roadrage-ari.

Ojj.

 
At 7:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull værir þú kúl á gulum sportbíl. Að minnsta kosti myndi ég hössla þig ef þú værir ekki stelpa og þar að auki frænka mín.

 
At 1:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahhaah! gulur sportbíll! seanna paul! ég myndi samt hössla þig!

 

Skrifa ummæli

<< Home

|