mánudagur, október 24, 2005

Sami gamli

Ég komst í gær í tölu þeirra sem dreyma að þeir séu einhversstaðar og fatti að þeir séu naktir. Ég var í IKEA.

Ég var sumsé á vappi um ganga IKEA á jólaútsölunni, þegar ég fattaði það að ég var algerlega topplaus. Ég lét þetta svosem takmarkað á mig fá, fór bara í póker með öllum tuttuguogfimmára lagerstrákunum og reykti eins og strompur. Topplaus. Svo kom fyrrverandi kerrustrákur sem var orðinn lögga og handtók mig. Topplausa. Ég vaknaði, eins og eðlilegt er, algerlega hvumsa. En blessunarlega ekki topplaus.

12 Comments:

At 2:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahahahhahaha!
ég hló upphátt!
nú halda allir í fg að ég sé þroskaheft!

 
At 5:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er hægt að túlka á marga vegu. Að þú hafir ekki haft hártopp, að það hafi vantað efri hluta búksins á þig, nú eða á allsbera háttinn.

 
At 7:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju í Ikea? Það er það sem kemur mér á óvart... Eins og þú tengir kvíða við Ikea... Svo held ég líka að ef lagerstrákarnir sæu nakinn kvenmann í vinnunni væri póker ekki það fyrsta sem þeim dytti í hug að leika við hana! Haltu áfram að blogga, það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt, ljós í tilverunni!

 
At 7:55 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Hey, merkilegt. Mig dreymdi þig allsbera um daginn líka.

 
At 8:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hei ég sá þig allsbera um daginn.. það var á laugarveginum... varstu ekki konan nmeð gítarinn?

 
At 8:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin í hópinn, Klara!

 
At 9:42 e.h., Blogger Þorsteinn said...

Freud mundi eflaust segja að þetta lýsti duldri kynlífsþrá beint til sænsku þjóðarinnar.

En hann var hinn versti rugludallur.

 
At 9:44 e.h., Blogger Klara said...

Rósa: Áfram þú!

Hildur Kristín: ég var bara ber að ofan. Að sjálfsögðu var maður með hártopp, hver er ekki með hártopp?! Puh-leese!

Hulda: Núnú, hvað myndu þeir leika við hana? Upplýstu okkur endilega ;)

BV: Takk fyrir innleggið. Ég er að vinna í nálgunarbanni.

Sandra: Jú, stemmir

Ragga: takktakktakk

 
At 9:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

beiler!
á airwaves!

 
At 7:15 e.h., Blogger Drekafluga said...

Hmm... Ég ætlaði að koma með hnyttna og uppskrúfaða athugasemd á orðið topplaus er er bersýnilega allt of seinn. Og fáðu þér nú haloscan.

 
At 6:10 e.h., Blogger sighvatsson said...

hahaha, bastarður víkinga er sniðug/ur

 
At 7:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nektin er vinur allra klara, það er ekkert að óttast.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|