Klara Ökuþór
hér eftir skal kalla mig klöru P. P fyrir power! Nei oj, það er með því hallærislegasta sem ég hef heyrt! Það er ekki pointið í þessu, pointið í þessu er það að ég er komin með bílpróf og fæ því tækifæri til þess svona dags daglega að hafa 300 hestafla framlengingu af rassinum á mér. Með öðrum orðum; power.
Dagurinn í dag fór í að keyra um eins og mér væri borgað fyrir það. Því er reyndar þveröfugt farið þar sem bensín er tussudýrt en mamma ákvað að rukka mig ekki fyrir bensín svona fyrsta daginn. En ég keyrði sumsé, og afrekaði eftirfarandi í dag:
fara á 80 (löglega að sjálfsögðu)
fara í 5 gír (þegar ég var á 80)
svína (úbbosí)
taka U beygju (rooookk!)
keyra með huuges Ikea kassa sem náði aftan úr skotti og upp á öxlina mína
keyra með handbremsuna á
keyra á kringlumýrarbrautinni með háu ljósin á
vera gaurinn sem pantar í drive through
keyra í burtu áður en pöntunin okkar var komin
Þar fyrir utan gerði ég lítið sem ekkert, nema hvað emil keypti sér bragðaref með bláberjum, mars og hnetusmjörssósu. Hann var VÆGAST sagt ógeðslegur, en Emil blessunin smyglaði samt einni skeið upp í mig meðan ég var í hláturskasti sem fór ekki betur en svo að ég frussaði hnetusmjörs-ís á innanverða bílhurðina og slefaði svo tignarlega afganginum niður á gangstétt. Ohh ég er svooo ladylike!
Maður gúglar ice cream splatter og hvað fær maður?!? fokking Jessicu Simpson!
takkfyrirbless
18 Comments:
Yup, that would just about sum that picture up.
:) Þú ert frábær manneskja Klara mín. Ég sá þig í anda hlægjandi og frussandi hnetusmjöri.....
þokkalega! moldy peaches, ekki satt?
Og takk Magga mín :)
Klara Power.
I like it.
Ice cream because of that horrible fashion murder she is wearing and splatter because she is annoying and I want to shoot her :p
Til hamingju annars :)
verst að þú átt ekki kadillják...
þúst fyrir deitið...
þetta var ingibjörg
Er það bara ég, eða finnst fleirum hún líta út eins og klæðskiptingur?
Ég er alveg viss um það að Jessica Simpson er snillingur í skápnum. Soldið viðutan og svona, en rocket scientist.
I can't read Icelandic but I am curious to know what you are talking about. I think Jessica Simpson is a disgusting loser. I know very little about Iceland and I would like to know a bit more about pop culture and political viewpoints of your country's younger people.
gaus
Oh come now, she's an alright person. If you keep her locked away. In a box. Gagged!
Hahaha Klara mín þú ert... Bíddu vantar orð... KOSTULEG!
Ég hefði gefið milljón fyrir að fá að vera viðstödd bragðarefsatvikið!
gaus: I just said that I had a massive laughing fit with my friend and he tried to feed me ice-cream, so the effect was a bit... well.. splatter. Quite stupid really.
When I googled ice cream splatter I got this picture of Jessica Simpson, who I btw also think is a pathetic loser :)
With the icelandic culture, ask away! I don't really know where to start
Well, seeing how successful she is, she can hardly be called a loser in the strictest sense.
Doofus, definately.
ég gleymdi einu sinni að fá kortið áður en ég fór af stað í næstu lúgu heheh og þar varð ég að opna hurðina og ná í matinn því ég var svo lnagt fra´og á lilum bíl....ég held reyndar að KFC lúgurnar séu hannaðar fyrir jeppa
til hamingju með bílprófið power. en að vera gaurinn sem pantar í drævþrú. ég hef ekki prófað það ennþá.
fokk, ég skrifaði þetta sem stendur í síðasta kommenti. bumban er litla systir mín, sem er btw. busi í mr.
haha.
haha, spræk bumba hér á ferð!
Klara
Skrifa ummæli
<< Home