útlendingurinn
Petra fór í morgun. Ó, hún var svo dásamlega útlensk. Ég fékk að upplifa Reykjavík eins og eitthvað hvergiland, sem er fullt af áhugaverðum stöðum, fólki og viðburðum. Séð með augum hrifgjarns hollendings er nefnilega hilvíti margt sniðugt hægt að bralla í Reykjavík. Á síðustu tveimur vikum er ég búin að:
vaka heila nótt
halda matarboð
keyra tvisvar til keflavíkur og til baka á hálfum sólarhring
teikna meira en ég hef gert samtals síðastliðið ár
gleyma ítrekað að borða
fara í myllu og hengimann í fáránlega langri röð
eyða skrilljónkalli á Babalú
fremja lögbrot
taka myndir
sofna í bílnum mínum
vera með rautt naglalakk
flýja í húsasund
klifra í tré
klifra í styttu
dansa til 6 um morgun
finna kjólinn
horfa á sólarupprásina
grilla sykurpúða
... líða skringilega... en það er allt í lagi. Öll él styttir upp um síðir. Sérstaklega ef maður þekkir nógu mikið af liði sem er til í að gefa skít í veðrið með manni.
Asskoti á maður eftir að sakna þessarar stelpu
5 Comments:
Mér finnst eins og þið séuð að undirbúa árás á mig á þessarri mynd.
Þú hræðir mig.
Sumarið er tíminn. Þetta virðist hafa verið allgeggjuð vika hjá þér!
Þetta er úrsvöl mynd.
Ég er klárlega að meta þig með Belton.
That's a great story. Waiting for more. »
Skrifa ummæli
<< Home