Var að flækjast á netinu áðan og rambaði inn á bloggsíðu eins fastakúnnans á mokka, sem leggur það í vana sinn að teikna myndir af fólki í kringum sig. Mér til mikilllar undrunar sýndist mér ein myndin á síðunni hans vera af mér og mér til meiri undrunar þá roðnaði ég upp í hársrætur. Svo þaut blóðið enn meira fram í kinnarnar á mér þegar ég fattaði að þetta var ekki einu sinni ég.
af þessu hef ég lært þrennt:
1. Það er vandasamt að vera ungur og allt of meðvitaður um sjálfan sig
2. Ég get roðnað allt frá enni og niður á bringu. Hakan þó undanskilin.
3. Þessi mynd er pínulítið lík mér.
5 Comments:
iss
Ekkert líkt þér.
nei, kannski líkist hún bara mínu innra sjálfi
skyrtan er eins, hárið líkt..
af hverju er gellan að rembast?
já ég gleymdi, utan þess er þetta alls ólíkt þér Klarota.
rembingur
Skrifa ummæli
<< Home