miðvikudagur, maí 23, 2007

Skömmin

Ég hef lagt það í vana minn að skammast mín fyrir allt mögulegt. Ég skammast mín fyrir hluti sem ég segi, það sem ég geri, hvernig ég geng, hvernig ég hlæ, hverju ég hef áhuga á, hvaða tónlist ég hlusta á og þar mætti lengi telja.

Í dag skammaðist ég mín fyrir að vera ekki nógu vel til höfð á Þjóðarbókhlöðunni. Þá fannst mér nóg komið.

3 Comments:

At 1:20 e.h., Blogger Unknown said...

haha! ég á ekki einu sinni bikiní til að vera á ströndinni. ég kann ekki að skammast mín!

 
At 4:22 e.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Ég veit þú segir að það sé ég sem hugsa of mikið, en ég velti mér ekki jafn mikið upp úr því sem ég hugsa.

 
At 4:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æ, maður kannast svo sem við þetta sjálfur.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|