föstudagur, nóvember 30, 2007

Fagmannleg viðbrögð á spænsku ræðismannsskrifstofunni

-Já halló?
-Góðan daginn, ég er að hringja héðan frá Spáni...
-Uuuuu?
-Er ég kannski að hringja í skakkt númer?
-Ha? Nei
-Þetta er sumsé hjá spænska ræðismanninum?
-Já, en heyrðu, geturðu kannski hringt aftur eftir svona hálftíma, ég er dálítið upptekinn...

Eftir þetta mjög svo heimilislega spjall skellti ég á, og velti fyrir mér hvernig hann svarar í símann heima hjá sér, ef hann svarar svona í símann í vinnunni...

2 Comments:

At 12:10 e.h., Blogger Sandra said...

hahahahahah

stundum þarf ekkert meira

 
At 11:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahah... Þetta minnir mig nú bara á ákveðið atvik þar sem ein sofandi Ólöf, skál af súrmjólk og einnota myndavél voru í aðalhlutverki. Og svo ræðurnar sem þú þuldir oft upp á ensku steinsofandi í svefnsófanum á Bugðó!

 

Skrifa ummæli

<< Home

|