mánudagur, nóvember 26, 2007

Undanfarna viku hef ég af og til gist heima hjá Dagnýju. Í hvert einasta skipti hefur Einar vaknað um fjögurleytið og öskrað sig hásan í svona hálftíma yfir einhverri algerri steik sem hann er að dreyma, áður en Dagný nær að róa hann og fá hann aftur til að sofna. Hátindinum var náð í gærnótt þegar hann hljóp trylltur fram á gang vegna þess að dúkkan hans var ekki í sokkum og hann var viss um að sokkarnir væru í lyftunni. Ég er svona almennt orðin frekar lunkin í barnasálfræðinni en klukkan fjögur um nótt á ég bara ekki til svar við sokkaleysi Péturs Bambaló. Enda man ég ekki betur en ég hafi bara sest upp, litið í kringum mig og sagt "hann er í ruglinu, Dagný, RUGLINU". Ég á greinilega langt í land með að verða foreldri...

4 Comments:

At 6:57 e.h., Blogger Sandra said...

minnir mig á atvik þegar þú sjálf sofnaðir yfir bíómynd og svefndrukkin óskaðir mér til hamingju með verðlaunin.
s: hvað meinaru?
k: fékkstu ekki fyrir vel unnin störf og eitthvað?

 
At 7:31 e.h., Blogger Klara said...

Ojæja, ég hljóp þó allavegana ekki hljóðandi inn í lyftu í leit að verðlaunaskjalinu...

 
At 11:46 e.h., Blogger Þorsteinn said...

Gefur að skilja að þú sért á fróni? Ég veit nada...

 
At 11:49 f.h., Blogger gaaraabagara said...

í lyftunni? vá, ég hló upphátt..

 

Skrifa ummæli

<< Home

|